Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir þjófnað en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands.
Mennirnir fyrir að hafa einhvern tímann á tímabilinu frá 5. september til 6. september 2023 í félagi brotist inn á verkstæði í eigu fyrirtækisins Mætti ehf. að Akurnesi í Hornafirði og stolið þaðan kapalpressu af gerðinni Milwaukee í svartri tösku að verðmæti 430.000 krónur, klemmum í kapalpressu að verðmæti 50.000 krónur, höggborvél ásamt fylgihlutum í grænblárri tösku af gerðinni Makita að verðmæti 200.000 krónur, 12V hleðsluborvél af gerðinni Milwaukee að verðmæti 50.000 krónur, DeWalt-slípirokk að verðmæti 50.000 krónur, afeinangrunarvél af gerðinni Milwaukee að óþekktu verðmæti, ásamt koparvírum að verðmæti 507.944 krónur, koparrörum, koparskinnum, pressutengjum, rafmagnsköplum, afklippum, koparstöng og öðrum smáhlutum og verkfærum að óþekktu heildarverðmæti, og fyrir að hafa á sama tíma og á sama stað brotist inn í bifreið sem stóð utandyra við verkstæðið og stolið þaðan fjórum felgum undir bifreið af gerðinni Volvo 740 og fjórum sex gata jeppafelgum að óþekktu heildarverðmæti.
Annar þeirra var dæmdur í 60 daga fangelsi en hinn í 45 daga fangelsi en báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Þá þurfa þeir að greiða fyrirtækinu sameiginlega 559.032 krónur með vöxtum

Komment