1
Innlent

Eldri kona í Árbænum flutt á bráðamóttökuna

2
Landið

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott

3
Fólk

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ

4
Heimur

Síðustu skilaboð Jay Slater opinberuð: „Ég mun ekki ná þessu“

5
Fólk

Daníel Alvin og Birta gengin í það heilaga

6
Innlent

Karl er fundinn

7
Innlent

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna

8
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

9
Landið

Lagt hald á sex kíló af kókaíni

10
Peningar

Megavikutilboð Domino's hækkar í verði

Til baka

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Kerti
Mynd: Shutterstock

Uggi Þórður Agnarsson, hjartalæknir, lést 19. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 75 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1949 og ólst þar upp. Mbl.is sagði frá andlátinu.

Foreldrar hans voru Agnar Þórðarson, rithöfundur, leikskáld og bókavörður, og Hildigunnur Hjálmarsdóttir, fyrrverandi innheimtustjóri Ríkisspítalanna í Reykjavík.

Uggi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1976. Hann gekkst undir VQE-próf í Bandaríkjunum 1978 og FLEX-próf 1982, lauk sérfræðiprófi í lyflækningum frá New Britain General Hospital í Connecticut 1983 og sérfræðiprófi í hjartasjúkdómum frá St. Frances Hospital and Medical Center í Hartford og University of Connecticut Health and Medical Center í Farmington árið 1985.

Á árunum 1985–86 hlaut hann styrk frá American Heart Association til rannsókna á raffræði hjartavöðvafruma við University of Connecticut. Hann starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknarstöð Hjartaverndar 1986–2001 og einnig við lyflækningadeildir Landspítalans og Sjúkrahúss Akraness.

Hann var yfirlæknir við MONICA-rannsóknir Hjartaverndar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og síðar sérfræðingur við hjartadeild Landspítalans. Árin 1989–90 gegndi hann starfi staðgengils yfirlæknis hjartadeildar Lanssjukhuset í Borás í Svíþjóð. Síðustu starfsárin var hann hjartalæknir á Læknasetrinu í Mjódd og hætti störfum í júní 2025.

Uggi sat í stjórn Hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna 1992–98 og gegndi þar formennsku um tíma. Hann var meðhöfundur fjölda greina í Læknablaðinu og erlendum tímaritum um hjarta- og æðasjúkdóma og ritaði einnig greinar í íslensk dagblöð og tímarit. Hann var félagi í Evrópusamtökum hjartalækna frá 1997 og starfaði við kennslu við læknadeild Háskóla Íslands sem klínískur dósent.

Uggi hafði mikla ánægju af útivist, fjallgöngum, skíðaíþróttum og skák. Hann átti sér athvarf í Skorradal þar sem hann dvaldi oft ásamt fjölskyldu sinni.

Eftirlifandi eiginkona hans er Margrét Guðnadóttir (f. 1951), listakona og hönnuður í Kirsuberjatrénu. Börn þeirra eru Ísold (f. 1975), kvikmyndaleikstjóri; Úlfur (f. 1976), matreiðslumeistari; og Embla (f. 1987), verkefnastjóri við Listaháskóla Íslands. Barnabörn þeirra eru Heimir, Röskva, Birna og Uggi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Ný bylgja svikapósti í nafni Ríkisskattsstjóra ríður nú yfir landið
Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti
Myndband
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

Mjölnir blæðir milljónum
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

Hótaði með hníf og flúði á vespu
Innlent

Hótaði með hníf og flúði á vespu

Lagt hald á sex kíló af kókaíni
Landið

Lagt hald á sex kíló af kókaíni

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Fangar ánægðir með Jóa Fel
Fólk

Fangar ánægðir með Jóa Fel

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu
Heimur

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott
Landið

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott

Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Jóhann Valgeir Reynisson er fallinn frá
Minning

Jóhann Valgeir Reynisson er fallinn frá

Stefán G. Jónsson er látinn
Minning

Stefán G. Jónsson er látinn

Gestur Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

Loka auglýsingu