
Baráttukonan Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir opnaði sig í dag á samfélagsmiðlum um mál sem stendur henni mjög nærri ef marka má færslu hennar en sú færsla snýst um þrifnað fólks eftir að það hefur gert þarfir sínar á salernum.
„Hot take: Hvers vegna eru ekki öll heimili með bidet (íslensk þýðing óskast) eða bidet úðara tengdan við klósettið?“ spyr Ugla á Facebook.
„Ef það er eitt menningarfyrirbæri sem ég mun aldrei skilja þá er það að nota eingöngu klósettpappír eftir að fólk gerir þarfir sínar. Það er mjög betra upp á hreinlæti að skola með vatni fyrst og þú þarft minni klósettpappír,“ heldur hún áfram og segir að okkur myndi ekki nægja að þrífa hendurnar aðeins með pappír.
„Hvers vegna ætti okkur að finnast það nóg á svona viðkvæmum líkamssvæðum???“ spyr Ugla.
„Bað bróður minn um að tengja svona við klósettið mitt og ég vissi ekki hvert hann ætlaði - hann spurði mig hvort ég væri að segja að allir Íslendingar væru með óhreint rassgat og hótaði að fara með það í fjölmiðla en ég mun ekki LÍÐA ÞÁ ÞÖGGUN. Er örugglega búin að móðga hálfa þjóðina (ef ekki meira) en HANANÚ,“ segir Ugla að lokum.
Margir taka þátt í umræðunni með annars stórsöngvarinn Bergþór Pálsson og Sóley Tómasdóttir, fyrrum borgarfulltrúi.
„Kynntist japönsku klósetti í fyrsta skipti á hóteli í París, að er SNILLD, blástur á eftir og allt hahaha. En vá, segi það með þér, af hverju erum við svona eftir á í siðmenningunni? M.a.s. Ameríkanar, þar sem líkaminn á helst að vera sótthreinsaður öllum stundum, eru með pappír!“ segir Bergþór um málið.

Komment