1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

4
Innlent

Slys í Laugardalnum

5
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

6
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

7
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

8
Innlent

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi

9
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

10
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

Til baka

Ung poppstjarna lést skyndilega í fangi eiginkonunnar

„Þú yfirgafst okkur hér alein, án þín“

poppari
Shpat KasapiKasapi er gríðarlega vinsæll í heimalandinu
Mynd: Instagram-skjáskot

Albanski popparinn Shpat Kasapi er látinn, aðeins 40 ára gamall, eftir skyndilegt hjartastopp. Tónlistarmaðurinn, sem var staddur í Monza á Ítalíu, er sagður hafa fengið hjartaáfall og andast í örmum eiginkonu sinnar, Selvije Jao. Hjónin voru á Ítalíu til að leita læknisráðgjafar fyrir ungan son þeirra.

Kasapi, sem var albanskur söngvari sem átti fjölda slagara, hafði engin þekkt heilsufarsvandamál og því kom andlát hans fjölskyldu og vinum í opna skjöldu. Í hjartnæmri færslu á Instagram skrifaði Selvije ástarkveðju til eiginmanns síns: „Þú yfirgafst okkur hér alein, án þín.“

Með átakanlegri mynd af Kasapi brosandi og með son þeirra í fanginu, skrifaði hún: „Þú dóst í fanginu á mér. Hversu náin við vorum, hversu samstillt í því að varðveita einkalíf okkar. Þú skildir okkur eftir hér án þín. Þú sagðir alltaf að þú myndir elska mig þar til dauðinn aðskildi okkur. Af hverju dóstu í fanginu á mér? Af hverju braust þú hjartað mitt svona, ástin mín?“

Hún bætti við: „Ég vona að við mætumst á himnum. Guð vildi hafa þig hjá sér, en ég get ekki beðið eftir að vakna úr þessari martröð og finna þig hér hjá okkur aftur.“

Shpat Kasapi var mjög virtur og vinsæll í tónlistarheiminum í Albaníu og Kosovo, að því er Daily Star greinir frá. Frá því ferill hans hófst upp úr aldamótum náði hann miklum vinsældum með lögum eins og Ajo Me Mungon (Ég sakna hennar), Valle Kosovare (Kosóvskt danslag), Dashni Pa Limit (Ást án takmarkana) og Aroma e Saj (Ilmur hennar).

Hann naut mikilla vinsælda eins og áður segir en tónlistarmyndbandið við nýjasta lagið hans, N'dahem Sot, er með nærri eina milljón áhorfa á YouTube og hann var með tæplega 340.000 mánaðarlega hlustendur á Spotify.

Kasapi tók einnig þátt í undankeppni Eurovision fyrir Albaníu árið 2009, þar sem keppt var á milli 20 atriða. Hann komst þó ekki áfram, heldur Kejsi Tola sem flutti lagið Carry Me in Your Dreams fyrir Albaníu í Rússlandi það ár.

Árið 2021 giftist hann Selvije í einkaathöfn eftir að þau kynntust við tökur á einu tónlistarmyndbandi hans. Hjónin bjuggu í höfuðborg Albaníu, Tirana, og áttu son sem heitir Roel.

Izet Mexhiti, borgarstjóri í Çair í Norður-Makedóníu, var meðal þeirra sem minntust Kasapi opinberlega í dag. Í þýddri Facebook-færslu hans segir: „Skyndilegt andlát hans hefur skilið eftir stórt tómarúm hjá fjölskyldu, vinum og öllum þeim sem kunnu að meta list hans. Shpat skilur eftir sig dýrmædda listræna arfleifð og minningar sem munu lifa lengi í hjörtum almennings. Tónlist hans er verðmæti sem fölna ekki. Á þessum erfiða degi vottum við Kasapi-fjölskyldunni, aðstandendum og öllu listasamfélaginu okkar innilegar samúðarkveðjur. Minning hans mun lifa og hann hvíli í friði.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Stórbrotið einbýli í Kópavogi til sölu
Myndir
Fólk

Stórbrotið einbýli í Kópavogi til sölu

Arkitekt hússins er Guðfinna Thordarson
Albert sýknaður í Landsrétti
Innlent

Albert sýknaður í Landsrétti

Flutningabíll mölvaði rúðu á Vesturgötu
Myndir
Innlent

Flutningabíll mölvaði rúðu á Vesturgötu

Sló í höfuð manns í gegnum opinn glugga
Innlent

Sló í höfuð manns í gegnum opinn glugga

Frægasti hrafn Íslands er týndur
Myndband
Innlent

Frægasti hrafn Íslands er týndur

Átta ára strákur stunginn í áströlskum grunnskóla
Heimur

Átta ára strákur stunginn í áströlskum grunnskóla

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Vinsælar sörur innkallaðar
Innlent

Vinsælar sörur innkallaðar

Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael
Heimur

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi
Innlent

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie
Heimur

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie

Heimur

Ung poppstjarna lést skyndilega í fangi eiginkonunnar
Heimur

Ung poppstjarna lést skyndilega í fangi eiginkonunnar

„Þú yfirgafst okkur hér alein, án þín“
Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Átta ára strákur stunginn í áströlskum grunnskóla
Heimur

Átta ára strákur stunginn í áströlskum grunnskóla

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael
Heimur

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie
Heimur

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Loka auglýsingu