
Verðbólgan í mars mælist 3,8% og fer undir 4 prósentin í fyrsta skiptið frá árinu 2020.
Hún hefur sjatnað mikið frá því fyrir ári síðan þegar hún var 6,8%.
Hagstofan gaf í dag út nýja mælingu á vísitölu neysluverðs, sem er notuð til útreiknings verðbólgu með þeim hætti að verðbólgan er hækkun vísitölunnar síðustu 12 mánuði. Ástæðan fyrir því að verðbólgan fer nú niður í 3,8% er ekki að breyting vísitölunnar í mars jafngildi því á ársgrundvelli. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mars og febrúar, sem þýðir 4,4% hækkun á ársgrundvelli.
Þetta þýðir að lántakendur með verðtryggð lán geta fylgst með þeim hækka um 0,37% jafnt og þétt dreift yfir aprílmánuð.
Ef ekki væri fyrir hækkun á húsnæðiskostnaði væri verðbólgan aðeins 2,5%, sem er verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.
Komment