Örvasalir 18 hafa verið settir á sölu en húsið er eitt það glæsilegasta í Kópavogi um þessar mundir.
Húsið er skráð 388,2 fm og stendur á fallegri lóð í jaðri byggðar ofan við golfvöll GKG. Ofan við húsið er ósnortið skógi vaxið land en norðan megin blasir við fallegt útsýni yfir borgina. Við hönnun hússins var leitast við að taka mið af þeim möguleikum sem lóðin bíður upp á og leitast við að tengja saman innra og ytra rými.
Björgvin Snæbjörnsson arkitekt og eigendur hússins fengu hönnunarverðlaun Kópavogs fyrir húsið árið 2018 samkvæmt auglýsingunni.
Athygli vekur að ekki eru birtar myndir innan úr húsinu í nýrri fasteignaauglýsingu en hins vegar voru þær birtar árið 2024 þegar húsið var sett á sölu.
Eigendur hússins vilja fá 376.000.000 krónur fyrir það.








Komment