Einar Falur Ingólfsson og Ingibjörg Jóhannsdóttir hafa ákveðið að setja heimili sitt í Breiðholti á sölu en um er að ræða 307.4m² parhús í Seljahverfinu.
Parhúsið á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Jarðhæðin skiptist í forstofu, eldhús með búri, stofu og borðstofu, svalir, baðherbergi, hjónaherbergi og svefnherbergi. Neðri hæðin skiptist í svefnherbergi, tvær geymslur, opið vinnurými og þvottahús, þar að auki er tveggja herbergja auka íbúð með sérinngangi á hæðinni.
Einar starfaði í meira en áratug sem myndstjóri Morgunblaðsins þegar það var upp á sitt allra besta en hann átti einnig þátt í að móta menningarumfjöllun á Íslandi með umfjöllun sinni um list.
Hjónin vilja fá 152.900.000 krónur fyrir húsið.








Komment