1
Innlent

Margrét Löf játar ofbeldi gegn foreldrum sínum

2
Menning

Kristmundur Axel missir stjórn

3
Minning

Þorleifur Pálsson er fallinn frá

4
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

5
Innlent

Sólveig Anna sendir pillu á Valdimar Leó

6
Innlent

Valur dæmdur fyrir vopnalagabrot á Akranesi

7
Innlent

Séra Sigurður blessar Breiðholtið

8
Heimur

Ný vitni í máli Jill Dando tengja serbneskan leigumorðingja við morðið

9
Pólitík

Kristrún segir samstöðu vanta meðal Norðurlandanna gegn Ísrael

10
Heimur

Spænska ríkisstjórnin stöðvar vopnakaup frá Ísrael

Til baka

Viðskiptaráð segir að búið sé að borga auðlindarentu að fullu

Útgerðarmennirnir fengu borgaða auðlindarentuna þegar þeir seldu kvóta, segir Viðskiptaráð.

Björn Brynjúlfur Björnsson
Framkvæmdastjóri ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson mótmælir fyrirhugaðri breytingu veiðigjalda á forsendum þess að þeir sem seldu kvóta hafi fengið hana greidda.
Mynd: Viðskiptaráð

Viðskiptaráð leggst gegn breytingu veiðigjalds, sem myndi tvöfalda greidd gjöld fyrir útgerðir með því að reikna markaðsverð aflans frekar en milliverðlagningu.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri ráðsins, segir að ekki standist að áform ríkisstjórnarinnar byggi á auðlindarentu, vegna þess að auðlindarentan hafi þegar verið greidd þegar núverandi eigendur kvótans keyptu hann.

Þannig rann auðlindarentan, að mati Viðskiptaráðs, til kvótaeigenda sem seldur sig úr greininni. „Það þýðir að kaupendur kvótans hafa nú þegar verðmetið þá rentu sem hlýst af auðlindanýtingunni og greitt fyrir hana að fullu við kaup á kvóta á á frjálsum markaði. Sú auðlindarenta sem myndaðist við setningu aflamarkskerfisins varð þannig að bróðurparti eftir hjá þeim sem fengu kvóta úthlutað í upphafi og hafa síðan þá selt sig út úr kerfinu,“ segir Björn Brynjúlfur í umsögn Viðskiptaráðs við frumvarpið.

Reynist mat Viðskiptaráðs rétts var auðlindarenta í sjávarútvegi fyrir mistök greidd þeim útgerðarmönnum sem ákváðu að selja aflaheimildir. Í lögum um stjórn fiskveiða er hins vegar tekið fram að fiskveiðiauðlindin sé í eigu þjóðarinnar, en ekki þeirra útgerðarmanna sem fengu úthlutaðri heimild til að nýta hana. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar,“ segir í lögunum.

Andstaða Viðskiptaráðs byggir á því að forsendur stjórnvalda standist ekki, þar sem þegar hafi verið greidd auðlindarenta að fullu.

„Lykilrök fyrir þeirri miklu hækkun sem nú er áformuð er að hún sé liður í því að skattleggja þá umframrentu sem verður til í greininni í ljósi þess að hún byggi á auðlindanýtingu (svokölluð auðlindarenta, e. resource rent). Erfitt er að sjá hvernig þetta fær staðist, þar sem niðurstaða flestra greiningaraðila er að mikill meirihluti aflaheimilda sem úthlutað var við setningu kvótakerfisins hafi skipt um hendur,“ segir hann.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Virgina
Heimur

Virginia Guiffre svipti sig lífi

Mótmæli
Innlent

Blóðrauðum handaförum skellt á bandaríska sendiráðið

loggan-696x385
Innlent

Fjórir rændu mann í miðbænum, tveir þeirra voru undir lögaldri

AFP__20171214__V63MQ__v1__HighRes__BelgiumIranSwedenProtestHumanRights
Heimur

Svíþjóð hvetur Íran til að leysa tvöfaldan ríkisborgara úr haldi

Akranes 2
Innlent

Valur dæmdur fyrir vopnalagabrot á Akranesi

Heiðar Örn sigurfinnsson
Innlent

Lokað fyrir athugasemdakerfi RÚV eftir hótanir um dráp og geldingar

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
Pólitík

Kristrún segir samstöðu vanta meðal Norðurlandanna gegn Ísrael

AFP__20140730__AA_30072014_201__v1__HighRes__NorwegianDoctorMadsGilbert
Heimur

Lífslíkur Gaza-búa lækka um 35 ár á einu ári