
Bústaðakirkja í FossvogiMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Facebook
Séra Þorvaldur Víðisson, prestur í Fossvogsprestakalli og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, hefur stofnað fyrirtækið Haglasmos ehf.
Hann er þó ekki einn sem stendur að því en Sólveig Huld Guðmundsdóttir er einnig með honum í því en þau eru hjón. Sólveig er menntaður félagsráðgjafi.
Þau fara bæði með prókúruumboð.
Tilgangur félagsins, samkvæmt Lögbirtingablaðinu, er starfsemi presta, félagsráðgjöf, samtalsmeðferð, lánastarfsemi, rekstur fasteigna og tengt.
Þorvaldur þykir vera einn af vinsælli prestum landsins en hann var vígður til prests árið 2002.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment