
Craft Burger Kitchen hefur ákveðið að loka dyrum sínum en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Það er með trega í hjarta að við tilkynnum ykkur að Craft burger kitchen hefur lokað dyrum sínum í síðasta skipti,“ segir í færslu fyrirtæksins á Facebook.
Segir þar að rekstrarumhverfi veitingastaða hefur undanfarin ár verið mjög krefjandi og það hafi haft áhrif á Craft Burger Kitchen.
„Við þökkum öllum þeim sem komið hafa til okkar frá því við opnuðum í október 2018, sérstaklega þökkum við fastagestunum okkar sem við eigum eftir að sakna mjög mikið. Ást, friður og rokk og ról.“
Guðni Vignir Samúelsson og Emil Lársson opnuðu staðinn saman, sem var staðsettur í Kópavogi, en þeir unnu áður saman hjá Serrano.
„Þetta er mjög spennandi. Ég var búinn að stefna að þessu í smá tíma, að opna mitt eigið konsept. Ég er spenntur fyrir vörunni sem ég hef í höndunum,“ sagði Guðni við DV þegar staðurinn opnaði.

Komment