Áhyggjur hafa vaknað eftir að eldri Breti hvarf á Spáni.
Hinn sjötugi Gary Ferns sást síðast nálægt Playa Las Vistas í Los Cristianos á Tenerife. Ferns var fluttur á El Mojón-sjúkrahúsið með sjúkrabíl í desember á síðasta ári eftir að hafa liðið illa. Hann var hins vegar útskrifaður daginn eftir og síðan hefur ekki sést til hans. Gary, sem er upprunalega frá Manchester, er með ljóst hár, blá augu og yfirvaraskegg.
Systir Gary skrifaði á Facebook: „Nú hefur opinberlega verið lýst eftir bróður mínum á Tenerife, hann var sóttur með sjúkrabíl 19. desember 2024 en ekkert er að finna um að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús. Lögreglan hefur verið látin vita.“
Vinir segja að Gary eigi erfitt með gang vegna mjaðmarbrots og fyrri veikinda, sem þýðir að hann treystir á göngugrind til að hreyfa sig.
Talið er að hann gæti ekki ferðast langa vegalengd einn, sem vekur áhyggjur af því að einhver annar einstaklingur eða einstaklingar gætu átt þátt í hvarfi hans. Hann á ekki farsíma en hann týndi honum fyrir nokkru síðan.
Gary er vel þekktur á Playa Las Vistas-svæðinu, þar sem hann hefur búið í nokkur ár.
Vinir og heimamenn, þar á meðal fastagestir á Noah’s Ark-barnum í Puerto Colón, stað sem hann heimsótti oft, hafa lýst vaxandi áhyggjum sínum af öryggi hans. Hins vegar leikur ekki grunur á um glæpsamlega athæfi að svo stöddu.
Hópurinn Missing Persons Tenerife sagði: „Það er yfirstandandi lögreglurannsókn varðandi hvarf Gary. Hann býr allt árið um kring á Tenerife, hefur hreyfivandamál vegna fyrri veikinda og mjaðmabrots og er kunnuglegt andlit á Playa Las Vistas-svæðinu. Að minnsta kosti tveir sáu hann fara í sjúkrabíl. Hann er svo vel þekktur á Playa Las Vistas-svæðinu að tekið hefur verið eftir fjarveru hans.“
Einn heimamaður á Tenerife sagðist hafa séð manneskju sem líkist lýsingu Gary sofandi á bílastæði Aldi Supermarket, skömmu áður en tilkynnt var að hans væri saknað.