1
Innlent

Boðflennum skipað að hypja sig

2
Pólitík

Helgi Magnús mun fá tæpar 200 milljónir

3
Pólitík

Einar kveður borgina

4
Fólk

Sorgin fléttaðist saman við gleði Ernu

5
Heimur

Conor McGregor rotaði skemmtistaðagest á Ibiza

6
Innlent

Rauðsokka og læknir meðal þeirra sem sæmd voru fálkaorðu

7
Menning

Lóu í Laugardal aflýst

8
Innlent

Bíll á hvolfi utanvegar

9
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

10
Menning

KALEO sendir frá sér vögguvísu

Til baka

Þráinn segir fólki að taka til fótanna

Rapparinn hefur verið lengi í bransanum og er hvergi nærri hættur að gera tónlist

Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson Brisk
Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson og Óli Hrafn Jónasson eru EldmóðirFáir jafn duglegir og þessir rapparar
Mynd: Aðsend

Hljómsveitin Eldmóðir er ein virkasta rappsveit landsins en tvíeykið gaf út þrjár stuttskífur á síðasta ári. Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson og Óli Hrafn Jónasson skipa hljómsveitina og munu þeir félagar á morgun gefa út stuttskífuna Til kaldra kola á streymisveitunni Spotify en platan kom út í síðustu viku á Bandcamp.

Þráinn ætti að vera flestum kunnur sem hafa fylgst með íslenskri rapptónlist undanfarin 20 ár en hann gekk lengi undir nafninu Brisk og var meðal annars í hljómsveitinni Hinir Dæmalausu. Þráinn ræddi við Mannlíf um nýju stuttskífuna.

„Regluleg tíðni stuttskífa er að stórum hluta vegna þess að við hópum efnilegum lögum í fimm laga stuttskífu með einkennandi hljóðheim eða þema,“ sagði Þráinn um dugnaðinn í hljómsveitinni. „Sérkenni hverrar stuttskífu dregur fram sköpunarkraftinn og að takast á við fjölbreytt verkefni viðheldur drifkraftinum. Við höfum sjálfir háan standard í því sem við gefum út en oft erum við byrjaðir á næstu stuttskífu þegar núverandi verkefni er skilað inn í mixun og masteringu. Það má líka nefna að Óli Hrafn er óþreytandi vinnuþjarkur þegar kemur að pródúseringu fyrir sveitina.“

En hvað komst á óvart í ferlinu í þetta sinn?

„Það kom mér helst á óvart hvað síðasta stúdíó atrennan eða kaflabreyting á síðustu stundu getur breytt rosalega miklu. Þegar við fórum í lokarennsli yfir Föt eru glötuð II þá small það saman eins og púsluspil þegar gestaerindum og lagaköflum var raðað upp á annan máta. Þetta var svona aha móment, þetta er lagið!“

„Léttari og poppaðri hljómur er næst á dagskrá,“ sagði rapparinn knái þegar hann er spurður út í framtíðina. „Það er svona sköpunarlegur palate cleanser fyrir okkur eftir drungalegan hljóm á Til Kaldra kola. Við erum mjög stoltir af útgáfunni enda reynum við alltaf að vera nokkuð tilraunakenndir þegar færi gefst. Til dæmis er upphafslagið Lambhúshetta líkast til fyrsta íslenska rapp lagið í 7/8 takti og að auki var það sérstakt tækifæri fyrir okkur að fá rapphetjuna Kilo sem gestarappara á íslensku á plötunni sem er fáheyrt.“

Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson Brisk
Mynd: Aðsend
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


hamborg
Heimur

Þjóðverji handtekinn fyrir að hvetja börn til sjálfsskaða

Einn er látinn eftir samskipti við manninn
guðrún karls helgudóttir biskup
Innlent

„Get lofað því að ef Þjóðkirkjan væri að breytast í múslímska kirkju er mér að mæta“

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Ingvar Örn dæmdur fyrir að ráðast á ellilífeyrisþega

Khameini Trump
Heimur

Æðstiklerkur Íran varar Donald Trump við

Byssumaður hrós
Myndband
Heimur

Veikur einstaklingur hrósaði lögreglumanni

Herdís Dröfn
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

Lögreglan
Innlent

Innbrotsþjófur réðst á íbúa í miðbænum

Conor McGregor
Myndband
Heimur

Conor McGregor rotaði skemmtistaðagest á Ibiza

Ragga Gísla borgarlistamaður
Menning

Ragga Gísla útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur

Menning

Ragga Gísla borgarlistamaður
Menning

Ragga Gísla útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur

Ein færasta söngkona landsins fær heiðurinn þetta skipti
Birna Pétursdóttir
Myndband
Menning

Birna flutti magnþrungna ræðu á Grímunni

Kaleo
Menning

KALEO sendir frá sér vögguvísu

Feneyjar frumsýning_Kjartan Sveinsson, Heather Millard, Ingvar Sigurðsson, Edda Arnljótsdóttir, Rúnar Rúnarsson, Claudia Hausfeld
Menning

„Í skýjunum eftir frábærar fréttir“

Loka auglýsingu