Sunnudagur 9. mars, 2025
-0.5 C
Reykjavik

Ár liðið frá fjölskyldusameiningu Palestínumanna: „Stóðst þú með mannúðinni?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt ár er liðið síðan hópur palestínskra fjölskyldna sameinaðist ástvinum sínum hér á landi. Askur Hrafn Hannesson, aðgerðarsinni, hugsar til baka í tilefni dagsins.

Askur Hrafn Hannesson.
Mynd: Facebook

Frístundarleiðbeinandinn og aðgerðarsinninn Askur Hrafn Hannesson minnist þess að í dag er ár liðið frá því að hópur fjölskyldna frá Palestínu sameinuðust ástvinum sínum á Íslandi, á flótta undan þjóðarmorði Ísraela og Bandaríkjanna. Í færslu sem hann skrifaði á Facebook segir hann hitann í kringum málið koma spánskt fyrir sjónir, nú þegar hægt er að horfa á það úr fjarlægð. Segir hann bæði íhaldsama einstaklinga og stjórnmálasamtök hafa bæði reynt að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningarnar, sem og glæpavæða þær og þeirra stuðningsfólk. Spyr hann að lokum hvar fólk hafi staðið í málinu, fyrir ári síðan. Hér má lesa hina sterku færslu:

„Í dag er eitt ár síðan hópur fjölskyldna sameinaðist ástvinum sínum á Íslandi, eftir að hafa komist undan þjóðernishreinsunum Ísraels og Bandaríkjanna á Palestínumönnum í herkvínni á Gaza. Nú þegar hægt er að horfa á málið úr meiri fjarlægð og af yfirvegun kemur það skiljanlega spánskt fyrir sjónir hversu stórt og umdeilt pólitískt hitamál þetta var á sínum tíma. Íhaldssamir einstaklingar og stjórnmálasamtök reyndu ekki aðeins að koma í veg fyrir að þessar fjölskyldur kæmust til landsins heldur lögðu sig fram við að glæpavæða þær og stuðningsfólk þeirra, með að draga upp hættulega og ósanna mynd af þeim – mynd sem síðar var þvertekið fyrir að vera byggð á rasisma eða hvatningu til ofbeldis. Eftir því sem tíminn líður verður enn áhugaverðara að rifja upp hvar fólk stóð: Stóðst þú með mannúðinni, kaust þú að loka eyrunum, eða varstu beinlínis á móti henni?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -