- Auglýsing -
Bænastund verður haldin í Hrunakirkju í dag vegna banaslyss sem varð í gær. Þetta tilkynnti prestur kirkjunnar í gær.
Í gærmorgun varð banaslys á Hrunavegi við Flúðir er tveir bílar lentu í árekstri. Af þeim sökum verður haldin bænastund í Hrunakirkju klukkan 11. í dag og fellur sú messa niður sem áður var auglýst, niður.
„Samfélag okkar er harmi slegið vegna fráfalls sveitunga okkar í slysinu og því opnum við kirkjuna til að sækja okkur styrk, tendra ljós og treysta böndin,“ segir í tilkynningu kirkjunnar á Facebook.