Föstudagur 28. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Blaðamaður Morgunblaðsins segir Jón Gunnarsson gera sig að minni manni: „Ég hafði trú á þér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er ekki sáttur við færslu sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti á Facebook í gærkvöldi. Jón skýtur í þeirri færslu hörðum skotum að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, en hún tók við að af Jóni sem dómsmálaráðherra.

Jón telur Guðrúnu ekki hafa sýnt sér og þeim ráðherrum sem komu á undan næga virðingu í viðtali hjá Morgunblaðinu. Jón segir formannsefnið vera skreyta sig með stolnum fjöðrum þegar kemur að árangri sem þau telja að hafi náðst í dómsmálaráðuneytinu. Í athugasemd sem Hermann Nökkvi ritar við færslu Jón segir hann;

„Mikið hrikalega er erfitt að lesa þessa færslu. Þú stóðst þig frábærlega sem dómsmálaráðherra og stendur þig enn vel sem þingmaður. Ég man til dæmis eftir því að hafa hjálpað þér að hringja út einu sinni í prófkjöri þínu árið 2021, því ég hafði trú á þér. Þessi ómerkilega pólitíska atlaga gerir þig hins vegar aðeins að minni manni. Vonandi verður baráttan drengilegri en þetta yfir landsfundinn og flokknum til sóma.“

Þekkir vel til í Sjálfstæðisflokknum

En ásamt því að vera blaðamaður Morgunblaðsins er Hermann Nökkvi framkvæmdastjóri SUS ef marka má síðu samtakanna. Hann hefur starfað hjá blaðinu frá maí 2023 og skrifar aðallega um stjórnmál, bæði innlend og erlend.

Í svari Jóns til Hermanns Nökkva segir dómsmálaráðherrann fyrrverandi að hann hafi óskað eftir leiðréttingu frá Guðrúnu en hún hafi ekki svarað honum.

- Auglýsing -

„Það er nú þannig, vinur, að stundum verður sannleikanum hver sárreiðastur. Ekkert í minni færslu stenst ekki skoðun og það getur ekki talist málefnaleg eða drengileg barátta þegar hallað er réttu máli gegn betri vitund. Það er heldur ekki til sóma. Ég var búinn að óska eftir því Guðrúnu að þetta yrði leiðrétt með einhverjum einföldum hætti en hún sá ekki ástæðu til að virða mig svars við þeirri beiðni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -