Lögreglan hefur sent frá sér dagbók fyrir nóttina og þetta er það helsta úr henni
Lögreglan fékk tilkynningu um að einhver hafi brotist inn í heimahús í miðbænum og rænt þaðan fartölvu en ekki liggur fyrir hver var að verki.
Einn var handtekinn fyrir hafa ráðist á annan í miðbænum og þurfti viðkomandi að gista fangageymslur.
Tilkynnt var um eld í húsi Kópavogi en grunur er að hann kviknað út frá sígarettustubbum. Um minni háttar skemmdir var að ræða en málið er í rannsókn.
Fimm ungmenni voru handtekin í Breiðholti fyrir rán og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Þau voru færð á lögreglustöð og látinn laus að lokinni yfirheyrslu.
Þrjú ungmenni voru handtekin í Breiðholti fyrir rúðubrot, Haft var samband við foreldra og málið afgreitt.