Sunnudagur 2. mars, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir mikla og spennandi baráttu milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar um embætti formanns Sjálfstæðisflokksins er ljóst að Guðrún Hafsteindóttir er nýr formaður flokksins.

Greint var frá þessu á landsfundi flokksins fyrir stuttu. Guðrún hlaut 50,11% greiddra atkvæða.

1862 greiddu atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæði Guðrúnar. Aðrir fengu 15 atkvæði.

Guðrún Hafsteindóttir var kjörin á Alþingi árið 2021 og hefur verið dómsmálaráðherra árin 2023–2024.

Hennar bíður nú það erfiða hlutaverk að rífa flokkinn upp en hann hefur aldrei verið jafn óvinsæll í sögu sinni og einmitt núna ef marka má síðustu alþingiskosningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -