Miðvikudagur 5. mars, 2025
0.8 C
Reykjavik

Leikmaður Þórs dæmdur í þriggja leikja bann – Skallaði leikmann ÍR í andlitið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aganefnd KSÍ úrskurðaði í gær knattspyrnumanninn Ibrahima Balde, sem gekk til liðs við Þór í vetur, í þriggja leikja bann.

Samkvæmt Akureyri.net nær bannið aðeins til leikja í Lengjubikarkeppninni en bannið er vegna „ofsalegrar framkomu“, líkt og segir í gögnum KSÍ en Balde gerði sér lítið fyrir og skallaði leikmann ÍR í andlitið í 1:0 sigri Þórs í Lengjubikarkeppninni um helgina.

Balde, 28 ára, er miðjumaður sem leikið hefur á Íslandi síðastliðin tvö ár, fyrst með Vestra í Lengjudeildinni 2023 og svo í Bestu Deildinni í fyrra. Þar á undan hafði hann leikið á Spáni en hann er frá Senegal.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -