Sunnudagur 9. mars, 2025
-0.5 C
Reykjavik

Nýjar fregnir af stöðunni gefur Grindvíkingum von: „Gríðarlega jákvætt að heyra þessar fréttir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um 130 manns sóttu stofnfund hagsmunasamtaka Grindvíkinga í dag. Bjartsýnir ríkir í hópnum.

Formaður nýstofnaðra hagsmunasamtaka Grindvíkinga, Járngerðar, segir að nú sé kominn tími til að koma mannlífinu í Grindavík aftur í gang.

RÚV segir frá því að í dag hafi 130 manns mætt á stofnfund félagsins Járngerðar í dag en Guðbjörg Eyjólfsdóttir var kjörin formaður félagsins. Segir hún helstu baráttumál samtakanna að tryggja heimkomu brottfluttra Grindvíkinga. Hún hefur sjálf búið í Grindavík frá tíu ára aldri og segist hvergi annars staðar vilja vera.

Járngerður vill að fasteignafélagið Þórkatla, sem keypti eignir af flestum Grindvíkingum sem neyddust til að flytja vegna eldsumbrotanna á svæðinu, geri leigusamning við fyrri eigendur. Stefnir félagið á að óska eftir fundi með fasteignafélaginu og síðar ræða við stjórnvöld.

„Við viljum fá að koma að borðinu þar sem ákvarðanir um okkur eru teknar. Við hljótum að vera best til þess fallin að segja okkar sögu,“ segir Guðbjörg í samtali við RÚV.

Í gær sagði jarðeðlisfræðingurinn Benedikt Ófeigsson í fréttum að líklegast sé einungis eitt gos eftir í Sunhnúksgígaröðinni, sem Guðbjörg segir veita von í brjósti Grindvíkinga.

- Auglýsing -

„Það var gríðarlega jákvætt að heyra þessar fréttir í gærkvöldi. Benedikt er okkar helsti sérfræðingur á Veðurstofunni og þegar hann segir þessa hluti að þá blæs þetta byr í brjóst og mikla von,“ segir Guðbjörg.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -