1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Menning

Þráinn segir fólki að taka til fótanna

3
Mannlífið

Þetta er ánægðasta fólk landsins

4
Fólk

Mál Davíðs Goða og Fjólu gegn Eddu Falak komið aftur á dagskrá dómstóla

5
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

6
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

7
Innlent

Tilkynnt um byssuskot á leikvelli

8
Menning

Addison Rae í Breiðholti

9
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

10
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

Til baka

Stjórn RÚV vill ekki vísa Ísrael úr Eurovision: „Hvílík afhjúpun á siðferði þessa fólks“

Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins.
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins.

Stjórn RÚV hafnaði tillögu Marðar Áslaugarsonar um að kosið yrði um tillögu hans þar sem RÚV krefjist þess að ísraelska ríkisútvarpinu verði vísað úr Eurovision-keppninni.

Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður RÚV, lagði fram tillögu á fundi RÚV, þar sem Ríkisútvarpið krefst þess að ísraelska ríkisútvarpinu verði meinuð þátttaka í Eurovision-keppninni en stjórnin hafnaði beiðni um að kosið yrði um tillöguna.

Mörður skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:

„Ég er í stjórn ríkisútvarpsins. Ég setti í dag fram eftirfarandi tillögu að ályktun stjórnar um þáttöku Ísrael í Eurovision. Beiðni minni um að taka tillöguna til atkvæða í stjórn var hafnað.

„Stjórn RÚV ályktar að vísa skuli ísraelska ríkisútvarpinu KAN úr Eurovision keppninni. KAN útvarpar einlhiða áróðri til að breiða yfir og afsaka voðaverk ísraelska ríkisins á Gaza og gengur með því gegn megingildum evrópskrar menningar sem EBU hefur til grundvallar í sínu starfi. KAN skaðar þannig orðspor EBU með framferði sínu og ætti því ekki að fá að taka þátt í Eurovison. KAN starfar ekki eftir gildum evrópskra almenningsmiðla fremur en rússneskir almannamiðlar gerðu þegar þeim var vísað úr keppninni og skuli því KAN meinuð þáttaka á sömu forsendum.“.“

Söngkonan og aðgerðarsinninn Magga Stína skrifað færslu á Facebook þar sem hún hneikslast á „siðferðis þessa fólks“ og hvetur til þess að fólk skrifi undir áskorun til RÚV um málið.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og stjórn RÚV utan einn, sum sé: Diljá Ámundadóttir Zoëga Silja Dögg Marta Guðrún Jóhannesdóttir Margrét Tryggvadóttir Þráinn Óskarsson, Rósa Kristinsdóttir Ingvar Smári Birgisson hafa hafnað að taka til atkvæða tillögu að ályktun Mörður Áslaugarson(ef) sem einnig situr í stjórn RÚV, um að vísa skuli ísraelska ríkisútvarpinu KAN úr keppni(sjá ályktun í pósti Marðar hér að neðan). Ísraelska ríkisútvarpið KAN sjónvarpaði meðal annars strax í október 2023, þessum söng ísraelsks barnakórs sem syngur um tilhlökkun yfir gereyðingu Gaza.
Frá því Mörður lagði fram tillögu í desember 2023 um ályktun þess efnis að RUV tæki ekki þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tæki þátt í keppninni hefur restin af stjórn RÚV fylgst með því hvernig gengið hefur hjá Ísrael að slátra mörg hundruð þúsund manns og bókstaflega þurrka út alla innviði á Gaza , þar sem barn hefur verið drepið á hálftíma fresti að jafnaði í 15-16 mánuði. Það hreyfir ekki við skoðun stjórnarinnar, sem er sú að engin ástæða sé til að álykta neitt um þáttöku þjóðarmorðingjanna sem þau hafa þó öll horft á, eins og við hin, hampa sér af stríðsglæpum í á annað ár og engan veginn minnkar vilji þeirra til að ganga hönd í hönd með áróðursmaskínu Ísraels á vit ævintýranna. Hvílík afhjúpun á siðferði þessa fólks en við skulum ekki una því kæru vinir því þetta er nú einu sinni okkar útvarp, eins og sagt er. Skrifum undir og hvetjum vini okkar og aðrar manneskjur til að skrifa undir.

Komment


Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur

Kláfur á Ítalíu
Heimur

Fjórir látnir eftir að kláfur féll til jarðar á Ítalíu

Margrét Tryggvadóttir
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

jesusrúta
Myndband
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

Aki Yashiro
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu