- Auglýsing -
Lægð sem nálgast landið sunnan úr hafi mun ráða veðrinu í dag sem og á morgun; það mun ganga í austan og norðaustan, 10-18 metra, með rigningu víða um landið.
Slydda eða snjókoma verður í innsveitum, og einnig á heiðum á Norðurlandi.
Á Suðausturlandi og Austfjörðum verður nokkur rigning og hiti 1-8 stig; mildast syðst.
Lægðin heldur til norðurs á morgun; verður dagurinn með kalda eða strekkingi.
Slydda eða snjókoma verður á köflum á norðanverðu landinu: Lítil úrkoma sunnanlands.