1
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

2
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

3
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

4
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

5
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

6
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

7
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

8
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

9
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

10
Fólk

Linda Ben elskar jólin

Til baka

23 látnir eftir sprengingu í stórmarkaði

Nokkur börn eru meðal hinna látnu

Mexíkó sprening
Fyrir utan stórmarkaðinnHræðilegar aðstæður eru á vettvangi.
Mynd: Facebook

Sprenging í stórmarkaði drap að minnsta kosti 23 manns í norðurhluta Mexíkó í gær, samkvæmt heimamönnum, og sögðu rannsóknaraðilar að sprengingin hafi verið slys sem hugsanlega stafaði af biluðum spennubreyti.

„Því miður eru nokkur fórnarlömbin sem við höfum fundið börn,“ sagði Alfonso Durazo, ríkisstjóri Sonora fylkis, þegar hann tilkynnti um 23 látna og 11 særða.

Durazo sagði að þeir sem lifðu af væru til meðferðar á sjúkrahúsum í borginni Hermosillo, þar sem sprengingin átti sér stað.

„Ég hef fyrirskipað víðtæka rannsókn til að ákvarða orsakir atviksins og finna þá sem bera ábyrgð,“ sagði hann.

Ríkissaksóknaraembættið sagði í yfirlýsingu að rannsóknin beinist að spennubreyti sem hafi verið inni í versluninni.

„Þegar slökkviliðsmenn leyfa aðgang að byggingunni verður hægt að ákvarða nákvæmlega orsök atviksins,“ sagði í yfirlýsingu frá embættinu.

Sprengingin varð í Waldo’s-verslun í miðborginni.

„Enginn mun standa einn í þessari sorg. Frá fyrstu augnablikum brugðust neyðar-, öryggis- og heilbrigðisþjónustur við af mikilli fagmennsku og eldmóði, náðu stjórn á aðstæðum og björguðu mannslífum,“ sagði ríkisstjórinn.

Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sendi samúðarkveðju á Twitter „til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust.“

„Ég hef haft samband við ríkisstjóra Sonora til að veita aðstoð þar sem þörf er á. Ég hef falið innanríkisráðherra, Rosa Icela Rodríguez, að senda stuðningsteymi til að aðstoða fjölskyldurnar og hina særðu,“ bætti hún við.

Mexíkóskir fjölmiðlar sögðu að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inni í versluninni eftir sprenginguna, en lokast þar inni vegna eldsins. Myndir í fjölmiðlum sýndu framhlið byggingarinnar svarta af reyk og glugga brotna.

Yfirvöld hvöttu almenning til að forðast svæðið þar sem sprengingin varð og aflýstu hátíðarhöldum sem átti að halda þann dag í tilefni Día de Muertos, Dags hinna dauðu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Kvikmyndahúsin enn í vanda
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

„Hvar liggur Samspillingin?“
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Loka auglýsingu