Arunas Senkus hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness en dómur þess efnis var birtur fyrir skömmu.
Senkus var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, sunnudaginn 19. október 2025, staðið að innflutningi á samtals 572,92 grömmum af kókaíni, með styrkleika 78-80%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi frá Riga, Lettlandi, til Keflavíkurflugvallar, falin innvortis.
Senkus játaði brot sitt en ekki var talið að hann hafi skipulagt smyglið heldur verið burðardýr. Hann hafði ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi hér á landi.
Hann var dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment