
Agnes Johansen kvikmyndaframleiðandi er látin samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum hennar. Hún var 66 ára gömul.
Agnes fæddist í Reykjavík árið 1958 og ólst þar upp. Hún gekk í Langholtsskóla, Kvennaskólann í Reykjavík og Verslunarskóla Íslands áður en hún lauk kennsluréttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982.
Agnes var lykilmanneskja í gerð barnaefnis á Íslandi og stýrði meðal annars Stundinni okkar á RÚV og sá um barnaefni Stöðvar 2 árum saman. Hún snéri sér síðan að framleiðslu á kvikmyndum og vann við það til æviloka.
Hennar síðasta verkefni var framleiðsla á myndinni Snerting, sem kom út í fyrra.
Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment