
Ástralski áhrifavaldurinn Stacey Hatfield er látin eftir heimafæðing hennar fór illa.
Nathan Warnecke, eiginmaður hennar, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum. Hjónin tóku á ákvörðun að heimafæðing hentaði þeim best en vandamál komu upp í fæðingarferlinu og var Hatfield flutt á sjúkrahús en þrátt fyrir það lést hún á spítalanum.
Warnecke segir að Hatfield hafi verið ástin í líf hans og besti vinur. Þá hafi það verið draumur hennar að verða móðir. Þá greindi hann frá því að sonur þeirra hafi lifað af og hefur fengið nafnið Axel.
Hatfield var aðeins þrítug en hún var vinsæll mataráhrifavaldur.
Stofnað hefur verið til söfnunar fyrir Axel en tæpar þrjár milljónir króna hafa safnast í sjóðinn þegar þetta er skrifað.

Komment