
Ungur kvenkyns áhrifavaldur í Japan var stunginn til bana á meðan hún var í beinni útsendingu á götu í Tókýó.
Hin 22 ára gamla Airi Sato hrópaði eftir hjálp þegar ráðist var á hana en þeir sem horfðu á streymi hennar sáu ekki neitt nema svartan skjá.
Lögreglan í Tókýó sagði á miðvikudag að hún hefðu ákært Kenji Takano fyrir morðið. Lögreglan segir að Takano, sem var handtekinn á vettvangi, hefði játað árásina, en hann segðist ekki hafa ætlað að myrða Sato.
Samkvæmt lögreglunni notaði Takano hníf til að stinga Sato í höfuð, háls og búk á meðan hún horfði í farsímamyndavélina sína á fjölmennri götu. Sato, sem var í beinni útsendingu sem þúsundir horfðu á, var að taka upp myndband af sér þar sem hún fór um helstu lestarstöðvar borgarinnar.
Þrátt fyrir að reynt væri að endurlífga hana lést Sato eftir að hún kom á sjúkrahús, að sögn lögreglunnar.
Lögreglan sagði að hún teldi þetta ekki hafa verið tilviljanakennda árás heldur að Takano hafi verið fylgjandi Sato á samfélagsmiðlum. Hann sakaði áhrifavaldinn um að hafa ekki greitt til baka lán sem hann veitti henni og ætlaði hann að fá þann pening aftur.
Eftirköst árásarinnar voru einnig fest á filmu á netinu, þar sem vegfarendur birtu myndir á samfélagsmiðlum af Sato liggjandi í blóði sínu á götunni.
Þetta er ekki fyrsta morðið á kvenkyns áhrifavaldi í Japan. Fyrir tveimur árum dæmdi dómstóll í Tókýó 26 ára gamlan mann í 17 ára fangelsi fyrir hnífstunguárás sem leiddi til dauða 33 ára áhrifavalds sem hafði nýlega slitið sambandi við hann.
Komment