Stórleikarinn Alec Baldwin slapp ómeiddur frá bílslysi í gær þegar hann ók á tré.
Leikarinn ók hvítum Range Rover, sem er í eigu konu leikarans, beint á tréið en með honum í bílnum var Stephen Baldwin, bróðir Alec, en þeir voru á ferðalagi í New York.
Alec sagði frá því á samfélagsmiðlum að þeir bræðurnir séu báðir ómeiddur. Þá sagðist hann einnig elska eiginkonu sína heitt og hann væri stoltur af henni. Leikarinn segir að hann hafi ekið á tréið eftir að ruslabíll svínaði fyrir hann og hann þurfti að beygja snögglega frá til að forðast ruslabílinn.
Ógæfan hefur heldur betur verið í nálægð við stórleikarann undanfarin ár en árið 2021 skaut hann fyrir slysni kvikmyndagerðarkonu til bana við tökur á kvikmyndinni Rust og hefur það haft mikil áhrif Baldwin.

Komment