1
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

2
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

3
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

4
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

5
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

6
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

7
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

8
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

9
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

10
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Til baka

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

Systkini sem voru að jarða föður sinn þurftu að takast á við ágang ferðamanna.

Vík í Mýrdal kirkja
Vík í MýrdalEr einn helsti suðupottur ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Mynd: Shutterstock

Dæmi eru um að ferðamenn trufli jarðarfarir í kirkjunni í Vík í Mýrdal. Systkini, sem voru að jarða föður sinn, segja frá ótrúlegum ágangi ferðamanna við athöfnina, í viðtali við Heimildina.

Í nýju blaði Heimildarinnar er fjallað um ýmsar skuggahliðar ört vaxandi ferðamannastraums á Íslandi. Áhrifin af áganginum þekkir fólk í Vík í Mýrdal vel.

Systkini sem ólust upp í Vík í Mýrdal þurftu að standa í því að bægja burt ferðamönnum þegar þau héldu jarðarför föður síns í Víkurkirkju í síðasta mánuði, þar sem rútubílstjóri hafði sleppt þeim út við kirkjuna við upphaf athafnarinnar. Ferðamennirnir tóku myndir af syrgjandi aðstandendum, fóru höndum um íslenska fánann, sem dreginn hafði verið í hálfa stöng, og reyndu að komast inn í athöfnina sjálfa.

Vanalega sér björgunarsveitin í Vík um að loka veginum að kirkjunni, en hún var í þetta sinn bundin í öðrum verkefnum og seinkaði.

Hrefna Sigurjónsdóttir lýsir þeim sem „algerlega stjórnlausum“ í viðtali við Heimildina. Þeir hafi komið sér fyrir við fánastöngina og líkbílinn til að taka myndir. Hún segir að til að byrja með hafi það farið sérstklega öfugt ofan í þau að það var verið að toga í fánann sem var dreginn í hálfa stöng. „Ekki nóg með að verið sé að stilla sér óviðeigandi upp fyrir myndatökur inni í lífi annars fólks á þeirra viðkvæmustu stund heldur þarf að káfa, toga og teygja.“

„Ég þurfti að setja lófann beint fyrir framan andlitið á henni“
Hrefna Sigurjónsdóttir

Kona sem var í hópnum reyndi að fara inn í kirkjuna. Hrefna stóð í kirkjudyrunum og segir að konan hafi otað að henni þrífæti fyrir myndavél sem hún var með. „Þarna er búið að bera kistuna inn í kirkju og verið að æfa sönginn. Konan var að gera sig líklega til að koma inn í kirkjuna þegar ég stöðvaði hana,“ segir hún við Heimildina.

Konan sinnti ekki boði um að hverfa frá. „Ég sagði að það væri að byrja jarðarför og að hún mætti ekki koma inn.“ Konan hafi hins vegar ekki skilið ensku og ætlað að halda áfram inn í kirkjuna. „Það endar með því að ég þurfti að setja lófann beint fyrir framan andlitið á henni og skipa henni að fara, segja, No! Go Away, mjög ákveðið. Þá tók hún þrífótinn saman og fór.“

Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að fjöldi ferðamanna á Íslandi nálgist hraðbyri þrjár milljónir á ári. Þar er nánari lýsing á atburðunum í Vík og fleiri tilvikum sem varða ágang og álag af fjöldaferðamennsku á Íslandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment


„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Hannes Hólmsteinn er afar ánægður með uppgang hægrisinnaðra popúlístaflokka í Evrópu og segir þá með puttann á púlsinum
Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Myndband náðist af glæfralegum akstri túrista á Suðurlandi
Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru
Landið

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður
Landið

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Loka auglýsingu