1
Innlent

Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið

2
Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell

3
Fólk

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra

4
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

5
Heimur

Eldhættustig á Kanaríeyjum

6
Fólk

Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga

7
Heimur

Bróðir Liams og Noels ákærður fyrir nauðgun

8
Heimur

Segir að Trump hafi „étið Ursulu í morgunmat“

9
Heimur

Tugþúsundir ungbarna gætu dáið úr hungri á næstunni

Til baka

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

Systkini sem voru að jarða föður sinn þurftu að takast á við ágang ferðamanna.

Vík í Mýrdal kirkja
Vík í MýrdalEr einn helsti suðupottur ferðaþjónustunnar á Íslandi.
Mynd: Shutterstock

Dæmi eru um að ferðamenn trufli jarðarfarir í kirkjunni í Vík í Mýrdal. Systkini, sem voru að jarða föður sinn, segja frá ótrúlegum ágangi ferðamanna við athöfnina, í viðtali við Heimildina.

Í nýju blaði Heimildarinnar er fjallað um ýmsar skuggahliðar ört vaxandi ferðamannastraums á Íslandi. Áhrifin af áganginum þekkir fólk í Vík í Mýrdal vel.

Systkini sem ólust upp í Vík í Mýrdal þurftu að standa í því að bægja burt ferðamönnum þegar þau héldu jarðarför föður síns í Víkurkirkju í síðasta mánuði, þar sem rútubílstjóri hafði sleppt þeim út við kirkjuna við upphaf athafnarinnar. Ferðamennirnir tóku myndir af syrgjandi aðstandendum, fóru höndum um íslenska fánann, sem dreginn hafði verið í hálfa stöng, og reyndu að komast inn í athöfnina sjálfa.

Vanalega sér björgunarsveitin í Vík um að loka veginum að kirkjunni, en hún var í þetta sinn bundin í öðrum verkefnum og seinkaði.

Hrefna Sigurjónsdóttir lýsir þeim sem „algerlega stjórnlausum“ í viðtali við Heimildina. Þeir hafi komið sér fyrir við fánastöngina og líkbílinn til að taka myndir. Hún segir að til að byrja með hafi það farið sérstklega öfugt ofan í þau að það var verið að toga í fánann sem var dreginn í hálfa stöng. „Ekki nóg með að verið sé að stilla sér óviðeigandi upp fyrir myndatökur inni í lífi annars fólks á þeirra viðkvæmustu stund heldur þarf að káfa, toga og teygja.“

„Ég þurfti að setja lófann beint fyrir framan andlitið á henni“
Hrefna Sigurjónsdóttir

Kona sem var í hópnum reyndi að fara inn í kirkjuna. Hrefna stóð í kirkjudyrunum og segir að konan hafi otað að henni þrífæti fyrir myndavél sem hún var með. „Þarna er búið að bera kistuna inn í kirkju og verið að æfa sönginn. Konan var að gera sig líklega til að koma inn í kirkjuna þegar ég stöðvaði hana,“ segir hún við Heimildina.

Konan sinnti ekki boði um að hverfa frá. „Ég sagði að það væri að byrja jarðarför og að hún mætti ekki koma inn.“ Konan hafi hins vegar ekki skilið ensku og ætlað að halda áfram inn í kirkjuna. „Það endar með því að ég þurfti að setja lófann beint fyrir framan andlitið á henni og skipa henni að fara, segja, No! Go Away, mjög ákveðið. Þá tók hún þrífótinn saman og fór.“

Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að fjöldi ferðamanna á Íslandi nálgist hraðbyri þrjár milljónir á ári. Þar er nánari lýsing á atburðunum í Vík og fleiri tilvikum sem varða ágang og álag af fjöldaferðamennsku á Íslandi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment


Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell
Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell

„Ég gat stoppað og talað við hann í tvær mínútur en þá byrjaði bar að grafast undir bílnum hjá mér.“
Bróðir Liams og Noels ákærður fyrir nauðgun
Heimur

Bróðir Liams og Noels ákærður fyrir nauðgun

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds
Pólitík

Sólveig Anna æf yfir tollasamning Ursulu og Donalds

Tugþúsundir ungbarna gætu dáið úr hungri á næstunni
Heimur

Tugþúsundir ungbarna gætu dáið úr hungri á næstunni

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra
Fólk

Árni og Guðrún opnuðu sambandið í fyrra

Segir að Trump hafi „étið Ursulu í morgunmat“
Heimur

Segir að Trump hafi „étið Ursulu í morgunmat“

Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga
Fólk

Anna segir gamansögu af þýskum bátsfélaga

Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið
Innlent

Landeigandi og fjórhjólafólk tókust á við eldgosið

Það sem Kristrún segir ekki
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Það sem Kristrún segir ekki

Ferðamaðurinn lést við Hrafntinnusker
Landið

Ferðamaðurinn lést við Hrafntinnusker

Eldum rétt borgar kvartmilljarð í arð
Peningar

Eldum rétt borgar kvartmilljarð í arð

Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell
Landið

Erlendur ferðamaður festi jeppa sinn við Mælifell

„Ég gat stoppað og talað við hann í tvær mínútur en þá byrjaði bar að grafast undir bílnum hjá mér.“
Austfirðingur í eldlínunni: Tæplega tvö ár við gosbrúnina
Landið

Austfirðingur í eldlínunni: Tæplega tvö ár við gosbrúnina

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík
Landið

„Stjórnlausir“ ferðamenn trufluðu jarðarför í Vík

Ferðamaðurinn lést við Hrafntinnusker
Landið

Ferðamaðurinn lést við Hrafntinnusker

Elísa Mjöll er nýjasti sóknarprestur Þjóðkirkjunnar
Landið

Elísa Mjöll er nýjasti sóknarprestur Þjóðkirkjunnar

Faðir gagnrýnir olnbogaskot á 17 ára son sinn í knattspyrnuleik á Egilsstöðum
Myndband
Landið

Faðir gagnrýnir olnbogaskot á 17 ára son sinn í knattspyrnuleik á Egilsstöðum

Loka auglýsingu