1
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

2
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

3
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

4
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

5
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

6
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

7
Innlent

Veðurhorfur næstu daga

8
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

9
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

10
Innlent

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“

Til baka

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

Yfir 100 manns veiktust heiftarlega af matareitrun á vinsælum ferðamannastað

Hótelið
Izan Cavanna HóteliðYfir 100 manns veiktust eftir hádegishlaðborðið
Mynd: Izan Cavanna Hotel

Yfir 100 gestir á fjögurra stjörnu hótelinu Izan Cavanna Hotel á hinum vinsæla sumarleyfisstað La Manga nærri Murcia á Spáni, hafa veikst af því sem talið er vera salmonellueitrun.

Meira en 100 ferðamenn, þar á meðal 15 mánaða gamalt barn og sjö önnur börn, urðu veik með grun um salmonellusýkingu. Um 20 manns, þar af nokkur börn, voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa sýnt einkenni eins og ógleði, uppköst, niðurgang og í sumum tilfellum hita, eftir hádegisverð á hótelinu síðastliðinn laugardag.

Fjöldi veikra fór hratt vaxandi en upphaflega var talað um 28 tilfelli, en daginn eftir var fjöldinn kominn yfir 100 af þeim 800 gestum sem dvöldu á hótelinu. Börn og ungabarn sem veiktust voru flutt á Santa Lucia-sjúkrahúsið í Cartagena, þar sem þau fengu meðferð við hita og öðrum einkennum.

Heilbrigðiseftirlit hefur tekið sýni úr eldhúsi hótelsins, sem nú hefur verið lokað á meðan rannsókn stendur yfir. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu sögðu að málið væri meðhöndlað sem líklegur salmonellufaraldur.

Á sama tíma og veikindin geisuðu birti hótelið færslu á Facebook þar sem auglýstir voru kokteilar eins og mojító, án þess að minnst væri á veikindin. Í kjölfarið skrifaði gestur í athugasemd:

„Halló, ég er enn á hótelinu í herbergi 826. Í gær veiktust yfir 40 manns af matareitrun vegna skemmdrar vöru á hlaðborðinu. Ég er nú á Santa Lucia-sjúkrahúsinu með eiginkonu mína sem er kominn átta mánaði á leið og var lögð inn. Ég tilkynnti hótelinu um þetta klukkan níu í morgun, en nú er klukkan 14.20 og enginn hefur haft samband við mig.“

Gestir hafa sagt fiskrétt og pastarétt með spínati um að vera orsökin. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó ekki staðfest hvað olli veikindunum.

Frá laugardegi hafa nokkrir sjúkrahúsbílar komið að hótelinu. Sagt er að sumir gestir hafi verið settir á vökva í æð í herbergjum sínum en aðrir hafi þurft að liggja á börum í hótelganginum. Ein móðir sagði að 15 ára dóttir sín hefði verið útskrifuð af sjúkrahúsi þrátt fyrir hita og mikla ofþornun og hún hafi fundist ein úti á bílastæði, veik og ringluð.

Aðrir gestir sögðu að vinir þeirra hefðu orðið rúmliggjandi frá laugardagskvöldi. Ein sagði: „Við teljum að fiskurinn hafi verið orsökin, því við fjórar borðuðum saman í hádeginu, en aðeins hún sem smakkaði fiskinn veiktist. Við hinar borðuðum kjöt og okkur líður vel.“

Nokkrar fjölskyldur með börn hafa þegar skráð sig út af hótelinu fyrr en áætlað var og lagt fram formlegar kvartanir.

Hótelið hefur fengið misjafnar umsagnir á Tripadvisor, þar sem meðaleinkunnin stendur í 3,4 af 5. Þar kvarta gestir meðal annars yfir lélegu hlaðborði, gömlum innréttingum og jafnvel kakkalökkum á baðherbergjum.

Gestir sem komu sunnudaginn eftir atvikið segja að þeir hafi ekki verið upplýstir um veikindin þegar þeir komu og hafi jafnvel borðað á hlaðborðinu áður en því var lokað.

Einkenni salmonellusýkingar birtast oft á bilinu sex klukkustundum til sex dögum eftir smit og fela í sér niðurgang, kviðverki og hita. Einkennin vara oftast í fjóra til sjö daga, en í alvarlegum tilfellum getur sýkingin breiðst út í blóð og valdið lífshættulegum veikindum eða langvarandi fylgikvillum.

Hótelið hefur enn ekki gefið út opinbera yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eða heimasíðu sinni.

Mirror fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik
Innlent

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik

Ingólfur Bjarni hefur ákveðið að hætta sem ritstjóri
Gunnar skrapar botninn hjá elítunni
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn
Innlent

Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi
Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi

Jóhann Páll vill vernda Stórurð
Innlent

Jóhann Páll vill vernda Stórurð

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu
Heimur

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife
Fólk

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

Tveir fluttir á bráðamóttökuna
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttökuna

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi
Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi

Viðbragðsaðilum tókst ekki að bjarga lífi hans, þrátt fyrir tilraunir
Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu
Heimur

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Loka auglýsingu