
Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin en Glatkistan greinir frá andláti hennar. Hún var 79 ára gömul.
Hún fæddist árið 1945 og varð ung ein af dáðustu dægurlagasöngkonum landsins. Hún söng meðal annars með Hljómsveit Gunnars Ormslev, Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar og Neo. Síðar söng hún með Hljómsveit Svavars Gests og Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar.
Anna flutti til Bandaríkjanna í nokkur ár en kom aftur til Íslands seint á áttunda áratugnum. Hún söng í kjölfarið með mörgum mismunandi hljómsveitum og opnaði veitingastaðinn Næturgalann í Kópavogi. Hún gaf út eina plötu árið 1991 og vakti lagið Fráskilin að vestan, sem var á þeirri plötu, mikla athygli og var lagið mikið spilað á útvarpsstöðvum landsins.
Hægt er að hlusta á mörg af þekktustu lög hennar hér fyrir neðan
Komment