1
Innlent

Lögfræðinemi segir frá niðurlægingu á árshátíð Lögréttu

2
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

3
Innlent

Matvælastofnun varar við reyktum laxi og silungi

4
Peningar

Kári Stefánsson og Hannes Smárason stofna saman fyrirtæki

5
Menning

Misþyrming á Selfossi

6
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

7
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

8
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

9
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

10
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Til baka

„Árið 2024 voru erlendir ríkisborgarar 42% fanga í fangelsum“

Þingmaður sendi dómsmálaráðherra fyrirspurn um erlenda ríkisborgara

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason spurði nokkurra spurningaFékk greinargóð svör
Mynd: Víkingur

Þingmaður sendi dómsmálaráðherra fyrirspurn um erlenda ríkisborgara

Þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, sendi Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra fyrirspurn um erlenda ríkisborgara í fangelsum á Íslandi.

Bergþóri hefur nú verið svarað.

Meðal þess sem kom fram í svörum dómsmálaráðherra er að erlendir ríkisborgarar voru 42% allra er sættu fangelsisvist hér á landi í fyrra og alls hófu 218 erlendir ríkisborgarar afplánun refsidóms árið 2024.

Þá voru 208 erlendir ríkisborgarar færðir í gæsluvarðhald, og 90 Íslendingar voru í gæsluvarðhaldi í fyrra.

Fyrirspurnin hjá Bergþóri var í fjórum liðum og hér að neðan má sjá spurningarnar frá Bergþóri og svo svar við hverri þeirra.

Hversu margir erlendir ríkisborgarar afplánuðu fangelsisdóm árið 2024 annars vegar og 15. mars 2025 hins vegar?

Árið 2024 afplánaði að meðaltali 31 erlendur ríkisborgari fangelsisrefsingu á hverjum degi, en samtals hófu 218 erlendir ríkisborgarar afplánun eða gæsluvarðhald í fangelsi það ár. Hinn 15. mars 2025 voru 32 erlendir ríkisborgarar í afplánun í fangelsinu.

Hversu margir erlendir ríkisborgarar sátu í gæsluvarðhaldi árið 2024 annars vegar og 15. mars 2025 hins vegar?

Árið 2024 sátu að meðaltali 28 erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi á hverjum degi. Samtals hófu 208 erlendir ríkisborgarar gæsluvarðhald það ár og af þeim voru 63 í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. Hinn 15. mars 2025 sátu 37 erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi í fangelsi, þar af voru fjórir í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga.

Hvaða dag sátu flestir erlendir ríkisborgarar í gæsluvarðhaldi frá 1. janúar 2024 til 15. mars 2025 og hversu margir voru þeir þá?

Þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, en yfir allt árið voru 208 erlendir ríkisborgarar úrskurðaðir í gæsluvarðhald samanborið við 182 erlenda ríkisborgara árið áður. Á sama tíma fjölgaði úrskurðum einnig vegna íslenskra ríkisborgara, en árið 2024 voru 90 íslenskir ríkisborgarar úrskurðaðir í gæsluvarðhald samanborið við 59 árið 2023.

Hvert var hlutfall erlendra ríkisborgara af föngum árin 2024, 2019 og 2014?

Árið 2024 voru erlendir ríkisborgarar 42% fanga í fangelsum, árið 2019 voru erlendir ríkisborgarar 21% og 14% árið 2014.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“
Heimur

Jeffrey Epstein: Donald „eyddi klukkutímum í húsi mínu með fórnarlambi mansals“

Demókratar birta tölvupósta Jeffrey Epstein um Bandaríkjaforseta.
Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta
Menning

Heiðra minningu Gunnars Gunnarssonar á óvenjulegan máta

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“
Pólitík

„Enginn andmælti því að það eigi að frelsissvipta fólk sem hefur ekkert gert af sér“

Einn látinn eftir slys á Tenerife
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Drífa Kristín metin hæfust
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn
Myndband
Heimur

Tárvotur Kimmel syrgir æskuvin sinn

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Hanna Katrín skipar nýja stjórn
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Er sakaður um tvö brot gegn einu barni
Þjófur gómaður í miðju innbroti
Innlent

Þjófur gómaður í miðju innbroti

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Drífa Kristín metin hæfust
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza
Innlent

Íslenskar konur prjóna fyrir börn á Gaza

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

Loka auglýsingu