
Joey Mawson hefur verið nafngreindur sem hinn meinti nauðgari sem sakaður er um að hafa ráðist á eina af hjúkrunarkonum Michaels Schumacher á meðan hann dvaldi á heimili Formúlu 1-goðsagnarinnar í Sviss.
Samkvæmt ákæru er hinn 29 ára gamli Ástrali sagður hafa nauðgað konunni tvisvar á meðan hún var meðvitundarlaus eftir kokteilveislu í höll Schumacher í bænum Gland í Sviss.
Mawson neitar sök og heldur því fram að samband þeirra hafi verið náið og með samþykki beggja. Hann segist jafnframt að þau hafi áður kysst á næturklúbbi í Genf.
Mawson, sem fæddur er í Sydney í Ástralíu, var eitt sinn talinn efnilegur ökumaður sem ætti framtíð fyrir sér í Formúlu 1, en þegar árangur hans dalaði ákvað hann að snúa aftur til heimalands síns og halda þar áfram keppni.
Flúði land og hverfur af sjónarsviðinu
Mawson var nánur vinur sonar Schumacher, Micks, og keppti meðal annars við framtíðarstjörnur íþróttarinnar á borð við Lando Norris hjá McLaren og George Russell hjá Mercedes.
Réttarhöld voru áætluð í vikunni, og saksóknarar í héraðinu La Côte höfðu tekið saman rúmlega eins og hálfs blaðs langa ákæru í málinu.
Hins vegar mætti Mawson ekki fyrir dóm á miðvikudag, samkvæmt frétt The Sun. Þrátt fyrir fjarveru hans var réttarhöldunum formlega hleypt af stokkunum en þeim síðan frestað til „óákveðins tíma“.
Enginn úr fjölskyldu Schumacher er bendlaður við málið.
Í ákæru saksóknara segir að Mawson hafi nauðgað hjúkrunarkonunni á meðan hún var meðvitundarlaus eftir kvöld þar sem drukkinn var vodka og kokteilar. Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, var heimilishjúkrunarkona fyrir Schumacher, sem talið er að þurfi stöðuga umönnun eftir alvarlegt skíðaslys árið 2013.
Samkvæmt skjölum málsins var Mawson gestur á heimili Schumacher þann 23. nóvember 2019, þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Hann var þá að spila billjarð með tveimur starfsmönnum heimilisins þegar konan gekk inn eftir langa vakt.
Eftir að konan var komin í rúmið er Mawson sagður hafa snúið aftur til hennar og nauðgað henni á meðan hún var meðvitundarlaus.
Hjúkrunarkonan lagði fram kæru rúmum tveimur árum síðar, í janúar 2022.
Komment