1
Peningar

Vinsæll prestur stofnar félag utan um lánastarfsemi

2
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

3
Innlent

Kona kærð fyrir að taka ólöglega beygju

4
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

5
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

6
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

7
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

8
Innlent

Eiríkur skilur ekki umræðuna um framhaldsskólana

9
Innlent

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange

10
Heimur

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Til baka

Austfirðingur í eldlínunni: Tæplega tvö ár við gosbrúnina

Kraki Ásmundsson stóð vaktina við að reisa varnargarða við Grindavík við erfiðar aðstæður

Kraki
Kraki ÁsmundssonKraki stóð vaktina við erfiðar aðstæður
Mynd: Aðsend

Kraki Ásmundsson frá Heykollsstöðum í Hróarstungu er einn af þeim fáu sérhæfðu vinnuvélastjórnendum sem hafa undanfarin ár unnið að því að hlaða upp varnargarða við Grindavík vegna eldgosa sem þar hófust í lok árs 2023. Hann var þar við störf allt þar til áramótin síðustu.

Kraki
Kraki ÁstmundssonKraki fyrir framan gröfuna
Mynd: Aðsend

Kraki var með þá reynslu og réttindi sem þurfti til að stjórna þeim stóru jarðýtum sem verkefnið krafðist og brást skjótt við þegar eftir honum var leitað. Það leiddi til þess að hann vann nánast linnulaust í um tvö ár, fjarri fjölskyldunni á Austurlandi.

„Það var spennandi að taka þátt í þessu til að byrja með en maður fór að hugsa sitt þegar 70 tonna jarðýtan sem ég var á hristist öll og skalf eins og skopparakringla,“ segir Kraki í viðtali við Austurfrétt. „Ég var tiltölulega nýbyrjaður í vinnu fyrir þetta fyrirtæki þegar kallið kom og á augabragði var ég farinn að ýta jarðvegi í garða í brennandi hita við hlið gosstraums. Hárin á hausnum risu sannarlega á köflum fyrstu dagana en eftir um það bil vikutíma þá fór þetta allt að venjast eins og annað.“

Aðstæður voru oft krefjandi að sögn Kraka. „Við vorum stundum að vinna svo nálægt glóandi hraunstraumnum að hitastigið inni í ýtunni náði alveg 40 stigum. Sjálfur er ég afskaplega lítið fyrir mikinn hita svo það var óþægilegt.“

Þó að hann hafi vanist hættunni með tímanum, segir Kraki að fyrstu dagarnir hafi verið óneitanlega skelfilegir. „Hræðsla var sannarlega fyrir hendi fyrstu dagana þó svo það hafi vanist þegar á leið. Sjálf vinnan var skemmtileg að mestu og stundum dálítill hasar í gangi ef hraunstraumur breytti um stefnu eða eitthvað slíkt. Þetta er eftirminnileg lífsreynsla, að vera með í þessu.“

Um síðustu áramót hætti hann störfum við varnargarðana og sneri aftur heim til fjölskyldunnar. Hann tók þá til starfa sem bílstjóri hjá Kubbi, sem sér nú um sorphirðu í Múlaþingi. Á heimili þeirra á Heykollsstöðum rekur fjölskyldan einnig lítinn búskap.

Hægt er að lesa lengri útgáfu af viðtalinu í Austurglugganum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun
Innlent

Halldór dæmdur fyrir manndrápstilraun

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar
Innlent

Bendir á líkindi milli Úkraínustríðsins og upphafs seinni heimstyrjaldarinnar

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö
Heimur

Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi
Innlent

Sagðist ætla að veiða þorsk í Keflavík en var dæmdur í fangelsi

Hanna Björg skipuð í embætti
Innlent

Hanna Björg skipuð í embætti

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga
Innlent

Stórt skref tekið í réttindum fatlaðra fanga

Þorvaldur Davíð vill annað sætið
Slúður

Þorvaldur Davíð vill annað sætið

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange
Innlent

Kristinn Hrafnsson styður kæru Assange

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti
Heimur

TikTok notandi sagður hafa framið sjálfsvíg eftir stöðugt einelti

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar
Innlent

Margrét Löf segir ákæruvaldið hafa dregið upp ranga mynd af háttsemi hennar

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg
Innlent

Reykjavík skilgreind sem fjölmenningarborg

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur með listaverk í garðinum til sölu

Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum
Landið

Lax slapp úr eldisstöð í Vestmannaeyjum

MAST rannsakar málið
Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Loka auglýsingu