1
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

2
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

3
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

4
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

5
Innlent

Konan fundin

6
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

7
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

8
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

9
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

10
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Til baka

Björn Leví um tilraunir Trumps til að kúga fram frið: „Fyrr eða síðar sýður upp úr aftur“

Félagarnir Trump og Putin.
Félagarnir Trump og Putin.

„Að kúga þolendur til friðar.

Það er mikilvægt að skilja samningaviðræður og samningastöðu ef maður vill skilja stjórnmál. Með því að hætta aðstoð við Úkraínu er Trump að reyna að sýna fram á hversu mikilvæg aðstoð BNA er – og fá þannig betri samningsstöðu. En það er eitthvað meira á bak við þetta er það ekki?“ Þannig hefst Facebook-færsla Björns Leví Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns Pírata, sem hann birti í morgun ásamt skjáskoti af frétt Reuters um frystingu hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna til Úkraínu. Björn Leví svarar síðan eigin spurningu:

„Nei, ekki endilega. Ástæðan fyrir því að okkur finnst kannski vera meira þarna á bak við (sem getur alveg verið rétt samt) er að almennt séð beitum við ekki svona aðferðum gegn þolendum.

Það er að segja, árás Rússa á Úkraínu mun, án BNA, valda meiri skaða í Úkraínu og líklega styrkja stöðu Rússa. Það er óvéfengjanleg staðreynd. Að einhver sé að spila með þann möguleika segir okkur að viðkomandi sé viðhollur Rússum. Það er rökrétt afleiðing.“

Þingmaðurinn fyrrverandi segir að þetta sé þó ekki eina mögulega skýringin:

„En nei, það er ekki eini möguleikinn í stöðunni. Það er líka sá möguleiki að Trump sé alveg sama hvort það verði einhver skaði af þessari ákvörðun sinni, bara að þetta leiði til þess að það komist á friður. Það þýðir að það er verið að reyna að kúga Úkraínu að samningaborðinu (og fræðilega draga Evrópu inn í að borga meira – lokaniðurstaðans að BNA hættir að borga og kennir öðrum um áframhaldandi stríð ef kúgunin tekst ekki).“

Björn Leví líkir síðan kúgunartöktunum við eineltissegg sem lofar að hætta að berja þolandann fái hann matarpeninginn.

„Almennt séð erum við öll gegn notkun á ofbeldi. Við skiljum samt hvernig það er stundum nauðsynlegt. Sjálfsvörn til dæmis. Við skiljum að það eru gerendur og þolendur – þó línurnar þar á milli séu stundum óskýrar. Í stríðinu í Úkraínu sjá langflestir að það voru Rússar sem eru gerendur – og finnst þar af leiðandi mjög undarlegt að kúga þolandann til friðar á meðan það er verið að lemja hann. Svona „þú getur látið hætta að lemja þig ef þú lætur hann fá matarpeninginn þinn“ dæmi.“

Að lokum segir Björn Leví að þessi leið til friðar leiði aldrei neitt gott af sér og að áður en langt er um liðið muni aftur sjóða upp úr.

„Afleiðingin af því að stilla svoleiðis til friðar verður aldrei góð. Gerandinn fer og finnur næsta aðila til að taka matarpeninginn af, fullviss um að hann fái aðstoð til þess frá friðardúfunum í hvíta húsinu. Svo lengi sem það er ekki hluti af vinahópi þeirra … ekki Ísrael til dæmis. Það er augljóslega bannað að taka matarpeninginn af þeim.

Það gæti alveg orðið „friður“ út af þessu. Með því að neyða fólk að samningaborðinu svona. Tæknilegur friður. En ef sagan hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að slíkur friður er bara yfirborðskenndur. Fyrr eða síðar sýður upp úr aftur. Á meðan munu einhverjir monta sig af „friðinum“ og kenna einhverjum öðrum um þegar það sýður svo upp úr seinna.“

 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Albert meiddist í stórsigri Íslands
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

Óvíst er með þátttöku Alberts gegn Frakklandi
Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

„Orð hafa áhrif, hvort sem maður vill það eða ekki, og það skiptir máli að velja þau vel,“
Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Loka auglýsingu