
Kristján kann að reka fyrirtæki með hagnaðiÁ fyrir ýsu í soðið.
Mynd: Reynir Traustason
Fiskkóngurinn ehf., sem er í eigu Kristjáns Bergs Ásgeirssonar og Sólveigar Lilju Guðmundsdóttir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra en árið áður hagnaðist fyrirtækið um 110 milljónir. Fiskikóngurinn hefur lengi verið einn þekktasta fiskbúð landsins en hún er til húsa á Sogavegi 3.
Það er þó ekki eina félagið í eigu þeirra sem gengur vel því Heitir pottar ehf. hagnaðist um 26 milljónir á síðasta ári en það er þó talsvert minna en árið á undan þegar fyrirtækið hagnaðist um 47 milljónir króna.
Eignir móðurfélags fyrirtækjanna er nær skuldlaust og á eignir upp á 770 milljónir króna.
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment