Veðurstofa Íslands reiknar fastlega með því að Íslendingar þurfi búa sig undir snjókomu og storm í vikunni.
Í verðurspá fyrir miðvikudaginn er greint frá breytilegri átt 3-10 og él eða slydduél, en að úrkomulítið verði um landið suðaustanvert. Hiti verði þá um eða undir frostmarki og vaxandi austanátt verði við suðurströndina um kvöldið.
„Norðaustan 10-18, en stormur við suðausturströndina. Snjókoma eða slydda, en úrkomuminna á Norður- og Vesturlandi. Frostlaust með suðurströndinni, en annars 0 til 7 stiga frost,“ segir veðurstofan um fimmtudaginn.
Þá verði snjókoma eða él, en þurrt að mestu sunnan heiða, á föstudaginn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment