
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er greint frá því að brotist hafi verið inn í bílskúr í Kópavogi og tveimur skotvopnum stolið.
Þá var tilkynnt um vinnuslys í 101 en samkvæmt lögreglu skar starfsmaður sig á putta en um minni háttar meiðsli var að ræða. Tilkynnt var um innbrot í 101 en ekki er vitað hverju var stolið eða hver stóð fyrir innbrotinu.
Tilkynnt var um umferðaróhapp í Hafnarfirði og voru bílarnir töluvert skemmdir en ekki urðu slys á fólki. Í Hafnarfirði var einnig einn handtekinn vegna líkamsárásar. Lögreglan fékk tilkynntu um hópslagsmál barna í Breiðholti og var málið afgreitt á vettvangi að sögn lögreglu.
Í Árbænum var ökufantur tekinn á 160 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 og má viðkomandi eiga von á ökuleyfissviptingu og töluverðri sekt.
Komment