Rapparinn Cardi B er án nokkurs vafa einn sá þekkasti í dag og bregður stundum á leik í myndböndum sem hún birtir á netinu.
Í nýju myndbandi útskýrir hún fyrir karlmönnum að ef þeir ætli að borða banana á almannafæri þá verði þeir að borða hann á annan máta en konur. Karlmenn verði einfaldlega að brjóta hann í stykki með höndunum áður en þeir setja bita í munninn á sér.
Cardi B sló í gegn árið 2017 með laginu Bodak Yellow og hefur síðan hlotið mikið lof fyrir rapphæfileika sína. Þekkasta lag hennar er þó WAP sem kom út árið 2020 en lagið hlaut mikla gagnrýni og lof en það þótti gífurlega kynferðislegt og fór það fyrir brjóstið á sumum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment