Írski Óskarsverðlaunaleikarinn Cillian Murphy er yfir sig hrifinn af bók Halldórs Kiljans Laxness, Sjálfstætt fólk. Dásamaði leikarinn bókina í nýju hlaðvarpsviðtali.
Peaky Blinders leikarinn Cillian Murphy og handritshöfundurinn Max Porter, ræddi um bækur við Jack B. Edwards, í hlaðvarpsþættinum Inklings Book Club. Jack hafði mælt með bók fyrir leikarann en það hafði Max Porter einnig gert, en hann skrifaði handritið að nýjust kvikmynd Murphy, Steve. Bókin sem Porter mælti með var engin önnur en Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið sjálft. Það er óhætt að segja að írski leikarinn er yfir sig hrifinn af bókinni.
„Hann [Porter] mælti með frábærri bók handa mér, sem ég er hálfnaður með og hún er meistaraverk,“ segir Murphy í myndbroti úr viðtalinu sem birtist á Instagram.

Jack spyr þá hvaða bók það sé og Porter svarar:
„Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, hinn frábæra íslenska rithöfund en þetta er nóbelsverðlaunabók. Hún er epísk!“
Murphy bætti við: „Ég las helminginn á leiðinni yfir Atlantshafið og þetta er stórkostlegt verk.“
Porter skaut inn í:
„Hann þurfti eitthvað sem hafði innihald, ekki eitthvað yfirborðskennt. Þú þurftir eitthvað almennilegt meistaraverk.“
Komment