Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndrápstilraun. DV greinir frá þessu.
Dagur var ákærður vegna hnífstunguárásar við Mjódd í Reykjavík síðasta sumar en hann stakk brotaþola í öxl með 28 cm löngum hníf. Við stunguna hlaut fórnarlambið lífshættulega áverka.
Dagur Þór bar við sjálfsvörn og vildi meina að brotaþoli hafi ógnað sér með kylfu en því var hafnað af dómara málsins.
Dagur Þór var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og þarf hann að greiða fórnarlambi sínu tvær milljónir króna í miskabætur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment