1
Innlent

Seðlabankastjóri rannsakaður

2
Fólk

„Kastalinn“ í Kópavogi falur

3
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

4
Innlent

Illugi segir frá hrottalegum örlögum heillar fjölskyldu

5
Innlent

Alþingismanni ekki borist kæra

6
Minning

Stefán Jónsson er látinn

7
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

8
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

9
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

10
Fólk

Linda Ben heiðruð

Til baka

Dánarorsök þríburasystranna í Aberdeen opinberuð: „Við botnum ekkert í þessu“

Dánarorsök tveggja systra sem fundust í ánni Aberdeen hefur verið upplýst.

Henrietta og Eliza
Henrietta og Eliza

Þríburasysturnar Henrietta og Eliza Huszti, 32 ára, sáust síðast 7. janúar áður en lík þeirra fundust í ánni Dee nokkrum vikum síðar 31. janúar. Dánarorsök þeirra hefur verið staðfest sem drukknun og segir lögregla að dauðsföllin séu ekki talin grunsamleg.

Sjá einnig: Tvær þríburasystur hurfu sporlaust í Skotlandi – Lík fannst í á nærri staðnum sem þær sáust síðast

Henrietta, kaffibarþjónn og Eliza, sem starfaði við herbergisþrif á hóteli, hurfu í síðasta mánuði, en lögreglan í Skotlandi hóf gríðarstóra leit og notaði sérfræðiaðstoð lögreglu, bæði ríkis og staðbundinnar, þar á meðal leitarhunda, sjó- og köfunareiningar og flugaðstoð, til að reyna að hafa uppi á þeim.

Síðasta þekkta augnablik þeirra var 7. janúar á Viktoríubrúnni en þær beygðu til hægri inn á göngustíg við hliðina á ánni. Systurnar, sem voru hluti af þríburum frá Ungverjalandi, höfðu farið á sömu brú daginn fyrir hvarf þeirra. Sama dag höfðu þau sent leigusala sínum smáskilaboð og sagt að þær myndu flytja úr íbúðinni sinni, ákvörðun sem þau höfðu ekki deilt með ættingjum.

Fyrra líkið fannst 31. janúar við Queen Elizabeth Bridge, um hálfa mílu frá Viktoríubrúnni, þar sem seinna líkið fannst síðar um kvöldið. Systir þeirra, Edit Huszti, sagðist hafa talað við þær báðar á gamlárskvöld. Hún sagði að þær hafi virst glaðar og kátar meðan á samtalinu stóð. Það reyndist í síðasta skiptið sem þær töluðu saman.

Bróðir þeirra, Jozsef Huszti, sagði við BBC News að móðir þeirra hafi talað við dætur sínar í 40 mínútna samtali fjórum dögum áður en þær hurfu. Hann sagði að ekkert hafi virst óvenjulegt.

Eliza og Henrietta eru sagðar hafa verið afar nánar, gert flest saman og safnað saman til að kaupa sitt eigið húsnæði. Konurnar komu til Bretlands fyrir sex árum og höfðu starfað í Aberdeen síðan þá. Fjölskyldan segir að Henrietta hafi unnið í útibúi Costa í borginni.

Að vera úti á götu snemma morguns var óvenjuleg hegðun fyrir þær, að mati fjölskyldu þeirra. Lögreglan segir að húsráðandi þríburanna hafi fengið skilaboð um klukkan 02:12 um að þær myndu ekki snúa aftur í íbúðina sína, sem varð til þess að hún hringdi á lögregluna. Hún fann eigur systranna í íbúð þeirra, þar sem aðeins einn farsími þeirra var tekinn með sér. Slökkt var á þeim farsíma eftir að haft var samband við leigusalann.

Degi fyrir hvarf þeirra, klukkan 14:50 mánudaginn 6. janúar, sáust systurnar á öryggismyndavélum við Viktoríubrúna með bakpoka. Síðar sást til þeirra ganga til baka í átt að íbúð þeirra á Charlotte Street. Snemma á þriðjudagsmorgun, sáust þær aftur á öryggismyndavél við brúna. Í þetta skiptið eyddu þær fimm mínútum á göngubrautinni á brúnni en áttu ekki samskipti við aðra áður en þær virtust hverfa.

„Við botnum ekkert í þessu,“ sagði bróðirinn Jozsef við BBC. „Að þær hafi skrifað leigusala sínum skilaboð, að þær vildu segja upp leigusamningi sínum strax. Við höfðum engar upplýsingar um það. Svo það er það undarlega að stelpurnar hafi ekki sagt okkur neitt um það.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Morðinginn var kominn lengra á hægriöfgabrautinni en Kirk“
Innlent

„Morðinginn var kominn lengra á hægriöfgabrautinni en Kirk“

Illugi Jökulsson segir að morðið á Charlie Kirk hafi verið framið af manni sem gekk lengra en hann sjálfur í öfgahægristefnunni
Neitaði að yfirgefa stofnun
Innlent

Neitaði að yfirgefa stofnun

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum
Innlent

Rigning og ágætis hlýindi hafa aukið hættuna á skriðum

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn
Innlent

Múlaþing fordæmir líkamsárásina á barnaníðinginn

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni
Menning

Stefnumót við djöfulinn í Spönginni

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason
Pólitík

Snorri skýtur til baka á Egil Helgason

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“
Pólitík

„Sigurður Ingi gengur með sóma af vellinum hvenær sem hann fer“

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn
Heimur

Grunaður morðingi Charlie Kirk handtekinn

Fjölskyldumeðlimur er sagður hafa sagt til hans
Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla
Heimur

Þriggja ára innbyrti kókaín á leikskóla

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife
Heimur

Lík fundið í yfirgefnum brunni á Tenerife

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl
Heimur

Repúblikanar fella tillögu um að birta Epstein-skjöl

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk
Heimur

Fimm vísbendingar í leitinni að morðingja Charlie Kirk

Loka auglýsingu