
Árásin átti sér stað á BolungarvíkDaniel játaði brot sitt fyrir dómi
Mynd: Visit Westfjords
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt Daniel Kluk fyrir líkamsárás en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Daniel var ákærður fyrir að hafa ráðist á einstakling á Bolungarvík og „slegið hann nokkur hnefahögg í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut 2 cm skurð á vinstri augabrún, mar ofan og neðan við vinstra auga og bólgu á neðri vör.“
Samkvæmt dómnum átti árásin sér stað sunnudaginn 3. desember 2023 en Daniel játaði brot sitt. Þá hafði hann ekki gerst brotlegur áður og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa.
Hann var því dæmdur í 30 daga fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann einnig að greiða sakarkostnað að fjárhæð 45.000 krónur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment