1
Fólk

Björgvin Franz var sendur til sálfræðings eftir áramótaskaup

2
Peningar

Valtýr Björn fer í fasteignabransann

3
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

4
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

5
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

6
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

7
Innlent

Séra Ursula ráðin prestur í Borgarfirði

8
Heimur

Dómsmálaráðuneytið birti falskt myndband af meintu sjálfsvígi Epstein

9
Innlent

Leikstjóri Roklands slapp með skrekkinn þegar vörubíll keyrði á bifreið hans

10
Innlent

Kom sér fyrir á háalofti hótels og neitaði að fara

Til baka

Dómsmálaráðuneytið birti falskt myndband af meintu sjálfsvígi Epstein

Samsæriskenningar um andlát barnaníðingsins lifa góðu lífi

Jeffrey Epstein
Jeffrey EpsteinMargir telja Epstein hafa verið myrtan

Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti á mánudag myndband sem virtist sýna endurgerð á sjálfsvígi Jeffrey Epstein í fangaklefa hans á Manhattan, og setti samfélagsmiðla í uppnám þar til í ljós kom að upptakan var fölsuð.

Myndbandið birtist án skýringa á vef ráðuneytisins sem hluti af nýjum gögnum um Epstein-málið. Um var að ræða tölvugerða, 12 sekúndna, kornótta upptöku þar sem hvít­hærður maður í appelsínugulum fangabúningi sést berjast við að hengja sig við koju í fangaklefa.

Tímasetningin á skjánum var 4:29 að morgni 10. ágúst 2019, tveimur klukkustundum áður en lík Epstein fannst í klefanum í Metropolitan Correctional Facility.

Atburðarásin í myndbandinu virtist líkjast þeirri sem rannsóknaraðilar töldu að hefði átt sér stað, en strax fóru að sjást meinbugir: appelsínugula fangabúningahrúgan á gólfinu virtist án áferðar og hurðin að klefanum passaði ekki við þá sem var í lokaða klefa Epstein.

Síðar sama dag kom í ljós í öðrum gögnum að upptakan væri upprunalega falsmyndbandið sem hafði gengið um á 4chan og hefði verið merkt rannsóknaraðilum af samsæriskenningamanni frá Flórída.

Embættismaður í ríkisstjórn Trumps staðfesti síðar við The New York Post að myndbandið væri algjörlega falsað og hefði lengi verið aðgengilegt á YouTube. Það var fjarlægt af vef ráðuneytisins á mánudag.

Birting þess hafði þó þegar kveikt mikinn áhuga á netinu og margir töldu að loks hefðu komið fram raunverulegar upptökur af dauða Epstein.

Slíkt hefði gengið þvert gegn opinberri frásögn rannsakenda, sem hefur alla tíð verið sú að eftirlitsmyndavélar við klefa Epstein hafi bilað um nóttina og því væri ekkert myndband til. Þessi skortur á upptökum hefur verið einn helsti eldsneytisgjafi samsæriskenninga um að Epstein hafi verið myrtur.

Olíu var bætt á eldinn fyrr á árinu þegar fyrsti hluti Epstein-gagnanna var birtur en þar kom fram upptaka frá ganginum fyrir utan klefa hans nóttina sem hann lést, en mínútu vantaði rétt fyrir miðnætti. Dómsmálaráðuneytið fullyrti að ekkert óeðlilegt hefði gerst og birti síðar útgáfu sem sýndi að þarna var um tæknilegt endurinnritunarferli að ræða, ekki yfirhylmingu. Margir bentu þó á ýmislegt sem þótti grunsamlegt við upptökurnar, meðal annars að tilvist hennar gengi í berhögg við þá staðhæfingu að myndavélarnar í fangelsinu hefðu bilað rétt fyrir andlát Epsteins.

Epstein hafði áður verið settur í sjálfsvígseftirlit en var tekinn af því. Hann átti að hafa klefafélaga, en sá var fluttur daginn fyrir andlátið. Tveir fangaverðir sem áttu að fylgjast með Epstein voru sofandi og fölsuðu síðan skýrslur til að hylma yfir mistök sín.

Lögfræðileg dánarorsök var talin vera sjálfsvíg með hengingu. Óháð krufning, skipuð af bróður Epstein, hélt því aaftur á móti fram að brot á hálsi hans bentu frekar til þess að hann hefði verið kyrktur með höndum.

Í þessari grein er fjallað um mögulegt sjálfsvíg

Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Bandaríska þingið samþykkti í nóvember að öll Epstein-gögnin yrðu gerð opinber og Donald Trump, sem hafði skipt um skoðun eftir endurkjör, undirritaði lögin innan nokkurra daga. Birting gagna hófst í síðustu viku og hefur varpað ljósi á fjölda ljósmynda, meðal annars á óhugnanlegar myndir af Epstein í nánd við mjög ungar stúlkur.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Leikstjóri Roklands slapp með skrekkinn þegar vörubíll keyrði á bifreið hans
Innlent

Leikstjóri Roklands slapp með skrekkinn þegar vörubíll keyrði á bifreið hans

„Lífið er dýrmætt“
Séra Ursula ráðin prestur í Borgarfirði
Innlent

Séra Ursula ráðin prestur í Borgarfirði

Kom sér fyrir á háalofti hótels og neitaði að fara
Innlent

Kom sér fyrir á háalofti hótels og neitaði að fara

Björgvin Franz var sendur til sálfræðings eftir áramótaskaup
Fólk

Björgvin Franz var sendur til sálfræðings eftir áramótaskaup

Valtýr Björn fer í fasteignabransann
Peningar

Valtýr Björn fer í fasteignabransann

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði
Innlent

Karlmaður réðst á annan með vopni á Ísafirði

Íris fagnaði áramótum á klósettinu
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum
Innlent

Áfengi og eiturlyf hjá ökumönnum

Gleðileg jól kæru lesendur
Innlent

Gleðileg jól kæru lesendur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Heimur

Dómsmálaráðuneytið birti falskt myndband af meintu sjálfsvígi Epstein
Myndband
Heimur

Dómsmálaráðuneytið birti falskt myndband af meintu sjálfsvígi Epstein

Samsæriskenningar um andlát barnaníðingsins lifa góðu lífi
Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna
Heimur

Dómssigur Kisiya vekur von meðal Palestínumanna

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Loka auglýsingu