Á eftirsóttum stað innst í botnlanga við Elliðavatn, að Gulaþingi 13, er komið á markað einstaklega vel skipulagt og fallegt fjölskylduhús með stórum innbyggðum bílskúr.
Húsið stendur á gróinni og vel hirtri endalóð og nýtur einstaks útsýnis yfir Elliðavatn og nærliggjandi náttúru.
Það er byggt árið 2007 og býður upp á rúmgóða og fjölskylduvæna lausn með fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Innbyggður bílskúr er 59,4 fermetrar að stærð og býður upp á gott geymslu- og vinnurými.
Skráð stærð hússins er 298,1 fermetri, en samkvæmt auglýsingunni er raunveruleg stærð er um 354 fermetrar þegar óráðstöfuðu rými er bætt við. Í því rými er aukaíbúð sem hægt er að nýta eftir þörfum.
Að utan er húsinu skilað með glæsilegri verönd sem snýr vel á móti sól og er afmörkuð með skjólveggjum. Þar er heitur pottur, saunahús og góð útigeymsla, sem gerir útisvæðið sérstaklega aðlaðandi fyrir fjölskyldu- og félagslíf allt árið um kring.
Staðsetningin þykir afar góð, með stuttan gang í leikskóla, skóla og sparkvöll. Þá er Heiðmörk í næsta nágrenni og göngu- og útivistarsvæði allt í kring, sem býður upp á fjölbreytta möguleika til hreyfingar og útivistar í náttúrulegu umhverfi.
Eigendurnir vilja fá 265.000.000 fyrir húsið.


Komment