
Rannsóknarlögreglumaðurinn Alicia Stone lést viku eftir að hún gekkst undir aðgerð til að stækka rass hennar í Kólumbíu en hún fór einnig í fitusog.
Stone, sem hafði starfað í 13 ár hjá lögreglunni í New York, var flutt með hraði á Fundación Valle del Lili sjúkrahúsið í Cali, Kólumbíu, eftir að hún fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum Daily News var hún úrskurðuð látin um klukkustund síðar vegna „óskilgreinds hjartastopps.“
Eiginmaður hennar sagði við Daily News: „Læknirinn sem hringdi í mig frá Kólumbíu sagði mér bara að konan mín væri nýlátin. Hann hafði engar upplýsingar til að gefa mér þegar ég spurði hann. Það er eitthvað gengur ekki upp í þessu öllu,“ og sagðist ætla fá allar staðreyndir á hreint.
Samkvæmt Daily News var hún sögð hafa tekið blóðþynnandi lyf og verkjalyf á meðan hún jafnaði sig á hótelinu eftir aðgerðina.
Eiginmaður Stone sagði við miðilinn að lögreglufulltrúi hefði þegar verið sendur til að rannsaka þetta dularfulla dauðsfall.
Alicia Stone lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. Í söfnun fyrir fjölskylduna segir: „Góðvild, hugrekki og samkennd Aliciu snerti alla sem hún kynntist, bæði í einkalífi og starfi. Óvæntur dauði hennar hefur skilið eftir sig gríðarlegt tómarúm í lífi fjölskyldu hennar, vina og samstarfsmanna.“
Hún var 40 ára gömul þegar hún lést.

Komment