1
Innlent

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn

2
Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi

3
Menning

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

4
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

5
Fólk

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi

6
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

7
Innlent

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi

8
Heimur

Þrír látnir í brimi við Tenerife

9
Innlent

Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn

10
Innlent

Landasali á ferð

Til baka

Efling krefst bráðaaðgerða stjórnvalda

Djúp húsnæðiskreppa og skammtímaleiga í lykilhlutverki

Sólveig Anna Jónsdóttir 2
Sólveig Annar JónsdóttirEfling krefst aðgerða.
Mynd: Bára Huld Beck

Stéttarfélagið Efling krefur stjórnvöld um tafarlausar og róttækar aðgerðir vegna alvarlegrar stöðu á húsnæðismarkaði. Ný skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), Vegvísir leigumarkaðar 2025, sýnir fram á víðtæka kreppu, sérstaklega á leigumarkaði, og spáir enn frekari leigu- og verðhækkunum.

Samkvæmt skýrslunni eru um 9.000 íbúðir á landinu í skammtímaleigu til ferðamanna, þar af 4.000 á höfuðborgarsvæðinu. Í miðborg Reykjavíkur eru um fimmtungur íbúða í slíku leigufyrirkomulagi. Þetta dregur úr framboði til búsetu og ýtir undir óeðlilegar verðhækkanir.

„Verð og leiga íbúða hefur hækkað meira á Íslandi en í öllum Evrópuríkjum á síðasta áratug - og gerir enn. Staðan hér hefur því verið óvenjulega alvarleg. Að mati HMS eru nú horfur á enn frekari hækkunum leigu á næstu misserum, að óbreyttu. Íbúðaverð og leiga hafa hækkað langt umfram árslaun verkafólks (sjá meðfylgjandi mynd). Þannig grefur ástand húsnæðismálanna stórlega undan möguleikum launafólks á að koma sér upp íbúðarhúsnæði og rýrir kaupmátt. Það leggst með mestum þunga á fólk í lægri tekjuhópum,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu.

Stéttarfélagið bendir á að húsnæðisstuðningur ríkisins hafi verið of ómarkviss og að stjórnvöld hafi brugðist hlutverki sínu. HMS segir aðgerðir hingað til hafa ekki dugað til og kallar sjálft eftir róttækum breytingum.

Krafa Eflingar: Fjórar aðgerðir tafarlaust

Efling leggur til fjögur brýn inngrip stjórnvalda:

  1. Verulegar takmarkanir á skammtímaleigu íbúða á borð við AirBnB, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og eftir þörfum í öðru þéttbýli. „Það eru þær aðgerðir sem virka hraðast til að slá á misvægi framboðs og eftirspurnar sem orsakar óeðlilegar verðhækkanir.“
  2. Leigubremsa verði lögfest til að hemja óhóflegar hækkanir leiguverðs og draga úr verðbólgu. „Ísland þarf að nálgast grannríkin í þessum efnum svo um munar. Leigubremsa er líka mikilvægt verkfæri í baráttunni við verðbólguna.“
  3. Aukið framboð íbúða fyrir tekjulægri hópa, meðal annars með eflingu óhagnaðardrifinna leigufélaga.
  4. Bættur húsnæðisstuðningur – meðal annars með hækkun og verðbótum leigubóta sem hafa rýrnað vegna verðbólgu. „Bæði til að auka enn frekar framboð íbúða til lægri tekjuhópa á vegum óhagnaðardrifinna aðila og létta byrðar heimila.“

Efling bendir á að tilmæli HMS sýni svart á hvítu að Ísland sé meðal þeirra landa innan OECD sem bjóði leigjendum hvað minnstu vernd gegn hækkunum. Þá sé það einkennandi fyrir íslenskan markað að hann sé laus við þá stjórn sem tíðkast í nágrannaríkjum, jafnvel Bandaríkjunum.

„Umtalsverð takmörkun á skammtímaleigu íbúðarhúsnæðis í þéttbýli til ferðamanna og innleiðing alvöru leigubremsu kosta stjórnvöld ekkert. Vilji til aðgerða er allt sem þarf,“ segir Efling í yfirlýsingunni og bætir við að lokum:

„Skýrsla HMS, Vegvísir leigumarkaðar 2025, útlistar fleiri mikilvægar umbótaaðgerðir í húsnæðismálunum sem grípa þarf til. Kreppa húsnæðismálanna og dökkar horfur framundan eru slíkar að enga bið þolir.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

TikTok-stjarna líflátin opinberlega
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

Var rænt í miðju streymi og tekin færð inn á torg.
Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn
Innlent

Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi
Myndir
Fólk

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið
Menning

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

Þrír látnir í brimi við Tenerife
Heimur

Þrír látnir í brimi við Tenerife

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

Ljúffengur grænmetisréttur í ofni fyrir fjóra
Menning

Ljúffengur grænmetisréttur í ofni fyrir fjóra

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi
Innlent

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi

Selja einstakt einbýli á Álftanesi
Myndir
Fólk

Selja einstakt einbýli á Álftanesi

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn
Innlent

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni
Innlent

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni

Frábær kjúklingaréttur á stuttum tíma
Menning

Frábær kjúklingaréttur á stuttum tíma

Innlent

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni
Innlent

Dæmdur fyrir lögbrot í Kringlunni

Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn
Innlent

Ofbeldismaður rifbeinsbraut bróður sinn

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi
Innlent

Lögreglan tók „vímaðan“ ökumann sem á að vísa úr landi

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn
Innlent

Hafnfirðingur vill skilja við eiginmann sinn

Loka auglýsingu