1
Innlent

Ert þú sammála ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision?

2
Minning

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn

3
Fólk

Önnu leiðist hrein ósköp

4
Heimur

Leikkona varð fyrir bíl og lést

5
Heimur

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu

6
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

7
Innlent

Kallar val á friðarverðlaunahafa Nóbels „nöturlegt grín“

8
Innlent

Konan sem ekið var á er látin

9
Heimur

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“

10
Menning

Veittu viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar í miðborginni

Til baka

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

Bubbi Morthens gagnrýnir veðmálssíður sem beini spjótum sínum að ungu fólki

Bubbi Morthens
Mynd / Hallur Karlsson

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens varar eindregið við spilafíkn í nýlegri Facebook-færslu þar sem hann lýsir henni sem „einu því sorglegasta sem nokkur manneskja getur komið sér í“. Hann segist hafa sungið yfir fjölmarga einstaklinga sem glímt hafa við slíka fíkn og kallar hana falda plágu í íslensku samfélagi. „Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum.“

Í færslunni fjallar Bubbi um þungbær áhrif spilafíknar á fjölskyldur og aðstandendur. „Heimili verða gjaldþrota, fólk sviptir sig lífi, við þekkjum öll slíkar sögur,“ skrifar hann og segir byrðina sem veikindin leggja á nánustu aðstandendur oft meiri en gengur og gerist með aðrar fíknir.

Bubbi gagnrýnir jafnframt að veðmálafyrirtæki beini nú markaðssetningu sinni sérstaklega að ungu fólki og noti áhrifavalda til að auglýsa. „Þau selja áhrifavöldum þá mynd að það sé í lagi að auglýsa sorg og myrkur,“ segir hann og bendir á að sumir þeirra sem auglýsi veðmálasíður séu jafnvel sjálfir í bata frá annarri fíkn.

Bubbi bætir við: „Sá sem hefur séð sorg aðstandenda í jarðarför þar sem er verið að kveðja unga manneskju sem hefur svipt sig lífi vegna spilafíknar ýtir ekki þeim sorgarvagni svo glatt frá sér.“

Hann segir það „grátlega sorglegt“ að sjá spilafíknina „klæða sig í vesti og brók“ og blekkja fólk til að halda að hægt sé að vinna húsið, en minnir á að „lögmál leiksins er að húsið vinnur alltaf“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Þórunn J. Hafstein lætur af störfum
Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

Mikill meirihluti sammála ákvörðun RÚV um Eurovision
Innlent

Mikill meirihluti sammála ákvörðun RÚV um Eurovision

Kona grunuð um heimilisofbeldi
Innlent

Kona grunuð um heimilisofbeldi

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“
Myndband
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“
Heimur

Biðst ekki afsökunar á að hafa sagt Kirk vera „hatursfullan“

Átta mánaða stúlka lést af völdum kulda
Heimur

Átta mánaða stúlka lést af völdum kulda

Konan sem ekið var á er látin
Innlent

Konan sem ekið var á er látin

Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

Bubbi Morthens gagnrýnir veðmálssíður sem beini spjótum sínum að ungu fólki
Þórgnýr þurfti að ígrunda sambandið við kærustuna vegna svefnvenja hennar
Fólk

Þórgnýr þurfti að ígrunda sambandið við kærustuna vegna svefnvenja hennar

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“
Myndband
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

Gufueinbýli í hjarta miðborgarinnar til sölu
Myndir
Fólk

Gufueinbýli í hjarta miðborgarinnar til sölu

Loka auglýsingu