1
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

2
Innlent

Hinn látni var með framheilabilun

3
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

4
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

5
Innlent

Lögreglan leitar að Jakup

6
Fólk

Silfurrefurinn kveður

7
Menning

Fíkniefni sögð mögulega spila hlutverk í andláti poppstjörnu

8
Heimur

Grænlenski „sonur Trumps“

9
Innlent

Þetta er hinn íslenski kafbátur

10
Innlent

Gunnar Smári boðar til skyndifundar

Til baka

Ein elsta dragdrottning heims látin

Maisie Trollette, sem hét réttu nafni David Raven, lést í gærnótt, 91 árs að aldri.

maisie-trollette-first-foremost600w-e1723714997443
David RavenDavid Raven í gerfi Maisie Trollette.

Maisie Trollette, sem hét réttu nafni David Raven, er látinn 91 árs að aldri. Maisie eitt helsta aðdráttarafl Brighton Pride-hátíðarinnar frá því hún hófst á áttunda áratugnum.

Samkvæmt heimildum staðbundinna fjölmiðla lést David aðfaranótt miðvikudags. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Maisie var elsta starfandi dragdrottning Bretlands og ein elsta dagdrottning heims.

David
David Raven

Raven fæddist í Cornwall og lærði fyrst kaupmennsku áður en hann starfaði sem barþjónn og síðar þjónn í sumarleyfisþorpinu Great Yarmouth Holiday Camp. Þegar hann var 26 ára, á tímum þegar það var ólöglegt að vera samkynhneigður, kom hann út úr skápnum og flutti til Lundúna, þar sem hann prófaði sig áfram í drag á skemmtistaðnum The Black Cap í Camden Town.

Goðsögn

Í viðtali árið 2022 sagði hann: „Alla ævi var ég hræddur við að koma út. Þú þurftir að vera mjög, mjög falinn inni í skápnum og auðvitað var þetta ólöglegt. Hugtakið gay var ekki einu sinni til.“

Sviðspersóna hans, Maisie, var annar helmingurinn af grín-dragduóinu Trollettes, ásamt Jimmy Court. LGBTQ+ kabarettstaðurinn Two Brewers, þar sem Maisie kom oft fram, birti hjartnæma kveðju til heiðurs draggoðsögninni:

„Við erum harmi slegin yfir fregnum af andláti Maisie Trollette.

David Raven var brautryðjandi í breskri draglist. Hann var fæddur árið 1933 en hóf sinn stórkostlegan feril á sjöunda áratugnum og myndaði dúettinn The Trollettes með James Court. Þeir heilluðu áhorfendur á þekktum stöðum eins og The Black Cap og RVT.

The Trollettes
The Trollettes

Framkoma Maisie Trollette var fastur liður á Two Brewers, þar sem hún skemmti gestum í troðfullum sal árum saman. David var einnig mjög virkur í góðgerðarmálum og safnaði þúsundum punda til styrktar góðgerðarsamtökum um allt Bretland. Arfleifð hans og framlag til LGBTQ+ samfélagsins voru heiðruð í heimildarmyndinni Maisie árið 2022.

David lést í morgun, 91 árs að aldri, og skilur eftir sig arf af gleði, seiglu og óbilandi ástríðu fyrir list sinni. Hans verður sárt saknað.“

Minnst á samfélagsmiðlunum

Eftir andlát hans hafa aðdáendur og frægir einstaklingar vottað honum virðingu sína. Stjarna RuPaul’s Drag Race UK, Tia Kofi, deildi bleiku hjarta í kveðjuskyni.

„Þvílík goðsögn, vel lifað líf. Sendi ást og styrk,“ skrifaði einn aðdáandi. Annar bætti við: „Guð blessi David. Margar skemmtilegar minningar með honum á Brewers.“ Þriðji skrifaði: „Ó, þetta er sorglegt. Ég hitti Maisie árið 2006 á Gran Canaria, algjör goðsögn! Sofðu vært, David.“

Á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) skrifaði einn aðdáandi: „Kveðjum elstu starfandi dragdrottningu Bretlands, David Raven, einnig þekktan sem Maisie Trollette. Farinn 91 árs. Ég sá hann með Jimmy á áttunda áratugnum, þeir virtust hafa verið til að eilífu, jafnvel þá.“ Annar bætti við: „Goðsögn og brautryðjandi. Hvíl í friði, Maisie Trollette.“

Líf Davids var fagnað árið 2023 á 90 ára afmæli hans með sérstökum viðburði, David at 90, sem haldinn var í Brighton Dome. Þar var farið yfir tónlistina sem fylgdi lífi hans í gegnum tíðina. Hann ákvað að allur ágóðinn færi til Brighton Rainbow Fund, sem styrkir LGBTQ+ og HIV samtök í Brighton & Hove.

Á lífsleiðinni safnaði David þúsundum punda fyrir AIDS-samtök, í minningu maka síns, Don Coull, sem hvatti hann til að gera dragframmistöðu sína enn glæsilegri.


Komment


Heradsdomur-sudurlands
Innlent

Einn úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald

Jón Ásgeir Jóhannesson
Peningar

Jón Ásgeir aftur tengdur fjölmiðlarekstri

Bónus
Peningar

Verðlag hækkar í Bónus um 1,8% frá desember

Gunnar Smári Egilsson
Innlent

Gunnar Smári boðar til skyndifundar

Arnar Gunnlaugsson
Sport

Orri Steinn gerður að fyrirliða hjá nýjum landsliðsþjálfara

Kókaín bátur í Bretlandi
Heimur

Drukknir smyglarar teknir með tonn af kókaíni

Anna Þóra Baldursdóttir
Fólk

Íslenskur styrkur til hjálpar ungum mæðrum vel nýttur í Keníu