
Maisie Trollette, sem hét réttu nafni David Raven, er látinn 91 árs að aldri. Maisie eitt helsta aðdráttarafl Brighton Pride-hátíðarinnar frá því hún hófst á áttunda áratugnum.
Samkvæmt heimildum staðbundinna fjölmiðla lést David aðfaranótt miðvikudags. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Maisie var elsta starfandi dragdrottning Bretlands og ein elsta dagdrottning heims.

Raven fæddist í Cornwall og lærði fyrst kaupmennsku áður en hann starfaði sem barþjónn og síðar þjónn í sumarleyfisþorpinu Great Yarmouth Holiday Camp. Þegar hann var 26 ára, á tímum þegar það var ólöglegt að vera samkynhneigður, kom hann út úr skápnum og flutti til Lundúna, þar sem hann prófaði sig áfram í drag á skemmtistaðnum The Black Cap í Camden Town.
Goðsögn
Í viðtali árið 2022 sagði hann: „Alla ævi var ég hræddur við að koma út. Þú þurftir að vera mjög, mjög falinn inni í skápnum og auðvitað var þetta ólöglegt. Hugtakið gay var ekki einu sinni til.“
Sviðspersóna hans, Maisie, var annar helmingurinn af grín-dragduóinu Trollettes, ásamt Jimmy Court. LGBTQ+ kabarettstaðurinn Two Brewers, þar sem Maisie kom oft fram, birti hjartnæma kveðju til heiðurs draggoðsögninni:
„Við erum harmi slegin yfir fregnum af andláti Maisie Trollette.
David Raven var brautryðjandi í breskri draglist. Hann var fæddur árið 1933 en hóf sinn stórkostlegan feril á sjöunda áratugnum og myndaði dúettinn The Trollettes með James Court. Þeir heilluðu áhorfendur á þekktum stöðum eins og The Black Cap og RVT.

Framkoma Maisie Trollette var fastur liður á Two Brewers, þar sem hún skemmti gestum í troðfullum sal árum saman. David var einnig mjög virkur í góðgerðarmálum og safnaði þúsundum punda til styrktar góðgerðarsamtökum um allt Bretland. Arfleifð hans og framlag til LGBTQ+ samfélagsins voru heiðruð í heimildarmyndinni Maisie árið 2022.
David lést í morgun, 91 árs að aldri, og skilur eftir sig arf af gleði, seiglu og óbilandi ástríðu fyrir list sinni. Hans verður sárt saknað.“
Minnst á samfélagsmiðlunum
Eftir andlát hans hafa aðdáendur og frægir einstaklingar vottað honum virðingu sína. Stjarna RuPaul’s Drag Race UK, Tia Kofi, deildi bleiku hjarta í kveðjuskyni.
„Þvílík goðsögn, vel lifað líf. Sendi ást og styrk,“ skrifaði einn aðdáandi. Annar bætti við: „Guð blessi David. Margar skemmtilegar minningar með honum á Brewers.“ Þriðji skrifaði: „Ó, þetta er sorglegt. Ég hitti Maisie árið 2006 á Gran Canaria, algjör goðsögn! Sofðu vært, David.“
Á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) skrifaði einn aðdáandi: „Kveðjum elstu starfandi dragdrottningu Bretlands, David Raven, einnig þekktan sem Maisie Trollette. Farinn 91 árs. Ég sá hann með Jimmy á áttunda áratugnum, þeir virtust hafa verið til að eilífu, jafnvel þá.“ Annar bætti við: „Goðsögn og brautryðjandi. Hvíl í friði, Maisie Trollette.“
Líf Davids var fagnað árið 2023 á 90 ára afmæli hans með sérstökum viðburði, David at 90, sem haldinn var í Brighton Dome. Þar var farið yfir tónlistina sem fylgdi lífi hans í gegnum tíðina. Hann ákvað að allur ágóðinn færi til Brighton Rainbow Fund, sem styrkir LGBTQ+ og HIV samtök í Brighton & Hove.
Á lífsleiðinni safnaði David þúsundum punda fyrir AIDS-samtök, í minningu maka síns, Don Coull, sem hvatti hann til að gera dragframmistöðu sína enn glæsilegri.
Komment