1
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

2
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

3
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

4
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

5
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

6
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

7
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

8
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

9
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

10
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Til baka

Einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar látinn

Skráði nafn sitt á spjöld sögunnar árið 1973

Clark Olafsson
Olafsson var meirihluta ævi sinnar í fangelsiLést á sjúkrahúsi í Svíþjóð

Clark Olofsson, sænskur bankaræningi sem hélt fjórum manneskjum í gíslingu í sex daga í árás á banka í Stokkhólmi árið 1973, sem varð til þess að hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ varð til, er látinn 78 ára að aldri.

Olofsson, einn þekktasti afbrotamaður Svíþjóðar og viðfangsefni Netflix þáttaraðarinnar „Clark“ frá árinu 2022, lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð eftir langvarandi veikindi, samkvæmt fjölskyldu hans.

Hann hafði margoft verið dæmdur fyrir rán, tilraun til manndráps, fíkniefnasölu og líkamsárásir og hafði eytt meira en helmingi ævi sinnar í fangelsi.

Hann er þó hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gíslatökunni sem átti sér stað 23. ágúst 1973 í Kreditbanken í miðborg Stokkhólms. Janne Olsson, annar ræningi, réðst þá inn í bankann með vélbyssu, tók þrjár konur og einn karlmann í gíslingu þegar lögreglan umkringdi húsið.

Olsson var æstur og krafðist þess að Olofsson, sem þá sat í fangelsi fyrir bankarán, yrði fluttur í bankann, og sænsk stjórnvöld samþykktu það.

Gíslarnir treystu glæpamönnunum

Kristin Enmark, ein gíslanna, skrifaði síðar í bók sinni að hún hafi litið hann sem bjargvætt sinn. „Hann lofaði að passa að ekkert kæmi fyrir mig og ég ákvað að trúa honum,“ skrifaði hún. „Ég var 23 ára og óttaðist um líf mitt.“

Hún talaði nokkrum sinnum við yfirvöld í síma á meðan á gíslatökunni stóð og vakti heimsathygli þegar hún tók í raun málsvarnarstöðu fyrir ræningjana. „Ég er ekki neitt hrædd við Clark og hinn gaurinn, ég er hrædd við lögregluna. Skilurðu? Ég treysti þeim algjörlega,“ sagði hún í símtali við Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra.

Umsátrinu lauk á sjötta degi þegar lögreglan skaut táragasi inn í bankann, sem leiddi til þess að Olsson og Olofsson gáfust upp og gíslarnir voru leystir úr haldi.

Síðar neituðu gíslarnir að bera vitni gegn ræningjunum.

Sérfræðingar hafa síðan deilt um hvort „Stokkhólmsheilkenni“ sé raunverulegt geðheilbrigðisvandamál, en sumir telja það frekar vera varnarviðbrögð til að takast á við áfallastreitu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Kennari segir það hafa einungis verið „tímaspursmál” hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Atla Vikari Jónssyni
Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Atla Vikari Jónssyni

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Grein

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

„Við getum lært af öðrum”
Innlent

„Við getum lært af öðrum”

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Tvennt í haldi lögreglu
Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Loka auglýsingu