1
Heimur

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad

2
Innlent

Truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

3
Heimur

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins

4
Innlent

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York

5
Heimur

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns

6
Innlent

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn

7
Heimur

Maður í nasistabúning réðist á konu í Bandaríkjunum

8
Innlent

Sótölvaður maður í grímubúning snapaði sér fæting í miðborginni

9
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

10
Innlent

Ók á vegrið í tilraun til þess að stinga lögregluna af

Til baka

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

„Ég kann enga sérstaka skýringu á þessu en tímarnir hafa auðvitað breyst.“

slokkvilidskonur
Vaskar slökkviliðskonurKonur eiga vaktaskipti við konur í slökkviliði Fjarðabyggðar
Mynd: Slökkvilið Fjarðabyggðar

Síðustu daga hafa bæði dag- og næturvaktir hjá slökkviliði Fjarðabyggðar verið eingöngu skipaðar konum. Slíkt er óvenjulegt, en hlutur kvenna innan liðsins hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Einn slökkviliðsmaður segir fjölbreytni skipta miklu máli fyrir starfið. Þetta kemur fram í frétt Austurfréttar.

Venjulega eru þrjár konur fastráðnar í slökkviliðinu, en í sumar bættust fjórar tímabundið við. Í júlí hafa vaktir raðast þannig að stundum hefur dagvakt kvenna afhent kvennavakt á nóttu og tekið síðan við henni aftur morguninn eftir. Á hverri vakt eru þrír til fjórir starfsmenn.

Þannig voru bæði vaktaskiptin í gærkvöldi og í morgun alfarið með konum. „Þetta er ekki alvanalegt í slökkviliði. Það eru margir í sumarfríum þessa dagana og þess vegna raðast vaktirnar svona upp. Almennt eru þær blandaðar,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður í samtali við Austurfrétt.

„Gott að hafa þetta blandað“

Slökkviliðs- og sjúkraflutningastörf hafa lengi verið karllæg. Í Fjarðabyggð, þar sem slökkviliðið sér einnig um sjúkraflutninga, hefur konum þó fjölgað á síðustu árum. „Við vorum tvær sem byrjuðum um svipað leyti árið 2022 í aðalstöðinni á Hrauni. Þá voru þrjár fyrir. Konurnar eru fleiri ef útstöðvarnar eru taldar með og hefur farið fjölgandi.

Ég kann enga sérstaka skýringu á þessu en tímarnir hafa auðvitað breyst. Konurnar hafa kannski farið að sjá að þær geta sinnt þessum störfum á jafn við karlana. Við þurfum öll að standast sömu kröfurnar, til dæmis sama þrekprófið.

Að mínu mati er gott að hafa þetta blandað, þar sem verkefnin eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Það er gott að geta nýtt styrkleika beggja kynja í slökkvistarfi og í sjúkraflutningum,“ segir Stefanía.

Sjúkraflutningar meginverkefnið

Stefanía segir ekki mikinn mun á menningunni innan vaktarinnar eftir kyni. „Þetta eru allt mismunandi persónuleikar, sama af hvaða kyni þeir eru.“

Um helgina breytist skipulagið þegar dagvaktin verður að næturvakt og karlmaður bætist í hópinn. Hún bendir einnig á að auk aðalvaktanna sé alltaf stjórnandi á bakvakt og starfsfólk á frívöktum eða í útstöðvum geti brugðist við ef stærri verkefni koma upp.

Vaktir síðustu daga hafa verið tiltölulega rólegar. „Nóttin var róleg, síðan var einn sjúkraflutningur í morgun til Norðfjarðar í veg fyrir sjúkraflug. Verkefnin okkar síðustu daga hafa mest snúist um sjúkraflutninga,“ segir Stefanía.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu
Myndband
Heimur

Unglingur handjárnaður eftir að gervigreind taldi snakkpoka vera byssu

Taki Allen vissi ekki hvað á sig stóð veðrið þegar lögreglan mætti með alvæpni þar sem hann stóð með Doritos-poka
Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu
Heimur

Verðlaunarithöfundur afhjúpar hlutdrægni New York Times í umfjöllun um dráp á heilli fjölskyldu

Ók á vegrið í tilraun til þess að stinga lögregluna af
Innlent

Ók á vegrið í tilraun til þess að stinga lögregluna af

Maður í nasistabúning réðist á konu í Bandaríkjunum
Myndband
Heimur

Maður í nasistabúning réðist á konu í Bandaríkjunum

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York
Innlent

Áslaug Arna blóðgaðist í hlaupakeppni í New York

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn
Innlent

Maðurinn sem varð fyrir byssuskoti í Árnessýslu er látinn

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad
Heimur

Fjölskyldan syrgir hinn níu ára Mohammad

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins
Heimur

Konungshöllin óttaðist ásakanir um einelti frá fortíð Andrésar prins

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns
Heimur

Rússneskur bæjarstjóri neitar að afhenda lík eiginmanns síns

Truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Myndband
Innlent

Truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Sótölvaður maður í grímubúning snapaði sér fæting í miðborginni
Innlent

Sótölvaður maður í grímubúning snapaði sér fæting í miðborginni

Tugþúsundir tóku þátt í Kvennaverkfallinu
Myndir
Innlent

Tugþúsundir tóku þátt í Kvennaverkfallinu

Fimm nemendur í einkaskóla í Svíþjóð ákærðir fyrir líkamsárás
Heimur

Fimm nemendur í einkaskóla í Svíþjóð ákærðir fyrir líkamsárás

Landið

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra
Landið

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra

Meira en hálft ár er síðan auglýst var eftir lögreglustjóra á Austurlandi
Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir
Landið

Stúlka dæmd í Borgarnesi fyrir líkamsárásir

Ístex glímir við rekstrarvanda
Landið

Ístex glímir við rekstrarvanda

Fuglainflúensa greinist í refum á Íslandi
Landið

Fuglainflúensa greinist í refum á Íslandi

Jökull tekinn með ketamín og hlaðna loftskammbyssu á Akranesi
Landið

Jökull tekinn með ketamín og hlaðna loftskammbyssu á Akranesi

Loka auglýsingu